LÓA: Bætt yfirsýn lausavöruflutninga með nýrri lausn

Morgunblaðið ræðir hér við Rebekku Bjarnadóttur, leiðtoga umbóta og ferlaþróunar um LÓU, nýja lausn Samskipa sem varð til við starfsnámsdvöl nemanda við Háskólann í Reykjavík. Kerfið heldur utan um lausavöruflutninga og bætir flæði upplýsinga, eykur skilvirkni og minnkar líkur á að sendingar verði fyrir hnjaski.
LÓA felur í sér að palletta er merkt, skönnuð og mynduð og allar upplýsingar um ferðir sendingarinnar bókaðar í kerfi þar sem þær eru aðgengilegar birgjum og starfsfólki.
Rebekka hafði frumkvæði að því að HR og Samskip efndu til samstarfs um starfsnám fyrir þremur árum síðan og nefnir hún að nemendur séu virkilega ánægðir með reynsluna. Þá sé ávinningur Samskipa ekki síður mikill þar sem þau ýmsu verkefni sem nemarnir hafi stungið upp á og leyst hafi bætt daglegan rekstur með ýmsum hætti og er LÓA frábært dæmi um slíkt.