Glænýr gámakrani tekinn í notkun

Samskip hafa tekið í notkun glænýjan gámakrana á hafnarsvæði fyrirtækisins í Reykjavík. Tímamótunum er fagnað ákaflega hjá Samskipum enda eykur nýr krani rekstraröryggi í Reykjavík til muna.

Nýr samstarfsaðli á Patreksfirði

Nú um mánaðarmótin tekur B. Sturluson við akstri og þjónustu Samskipa á Suðurfjörðum Vestfjarða, Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal.  Helgi Auðunsson og hans fólk í Nönnu ákváðu að láta gott heita eftir áratuga samstarf við Samskip og þökkum við þeim fyrir gott samstarf.

Við erum Samskip — (Guðríður) Birna Ragnarsdóttir

Hér hjá okkur í Samskipum er reglulega litið inn hjá starfsfólki undir liðnum „Við erum Samskip“. Að þessu sinni fá samstarfsmenn og aðrir gestir dálitla innsýn í líf Birnu Ragnarsdóttur, sem er forstöðumaður þjónustudeildar Samskipa. Saga hennar hjá Samskipum teygir sig 35 ár aftur í tímann. 

Við vinnum þetta saman og viljum heyra frá þér!

Mikilvægur liður í að bæta þjónustu okkar er að fá rödd viðskiptavina okkar inn til okkar, við viljum vita allt um það sem betur má fara hjá okkur, hvernig við getum gert betur og það sem þú ert ánægður með.

Vegirnir þurfa að uppfylla kröfur nútímans

Strandflutningar sem Samskip hafa nú boðið upp á um árabil létta álagi af vegakerfinu, en vegna krafna um þjónustustig og hraða afhendingu, verður ávallt þörf fyrir þjónustu vöruflutningabíla líka.