Útblástur sjóflutninga Samskipa hefur minnkað um 35% á fimm árum

Um mikilvægi vöruflutninga milli landa verður illa deilt enda forsenda alþjóðaviðskipta. Um leið er ljóst að starfsemin mengar. Í nýlegri umfjöllun Horizon, rits Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um rannsóknir og nýsköpun, um nýja eldsneytisgjafa í skipaflutningum, kemur fram að þrjú prósent útblásturs gróðurhúsalofttegunda megi rekja til sjóflutninga.

Samskip styðja keppnislið RU Racing

Samskip hafa skrifað undir samning um styrk til Háskólans í Reykjavík vegna þátttöku keppnisliðs RU Racing í Formula Student, árlegri hönnunarkeppni og kappakstri háskólanema, sem að þessu sinni fer fram í Rúmeníu. Viðburðurinn hefst í lok júlí og stendur til 5. ágúst.

Samskip hljóta gullvottun EcoVadis 

Samskip hf. hafa hlotið gullvottun EcoVadis á sviði samfélagslegrar ábyrgðar og sjálfbærni. EcoVadis er alþjóðlega viðurkenndur vottunaraðili og er úttekt fyrirtækisins afar ítarleg og nær til frammistöðu fyrirtækja um allan heim. Með viðurkenningunni eru Samskip hópi efstu 5% fyrirtækja á heimsvísu sem vottuð eru af EcoVadis.

Næsta kynslóð vetnisskipa smíðuð fyrir Samskip

Samskip hafa samið um smíði tveggja vetnisknúinna flutningaskipa til notkunar á skemmri siglingaleiðum í Evrópu. Félagið, sem er alþjóðlegt með skrifstofur í 24 löndum, færir sig með þessu í átt að útblásturlausum skipaflutningum.

Samskip kynntu þjónustu sína í Barselóna

Sýninguna sóttu yfir 33 þúsund gestir, nærri fjórðungi fleiri en á síðasta ári. Íslensku fyrirtækin 45 sem þátt tóku eru hluti 2.078 fyrirtækja frá 87 ríkjum sem voru með bása á sýningunni, auk 68 þjóðarskála.

Strákarnir okkar

Strákarnir okkar stigu stórt skref í áttina að næsta stórmóti með sigri gegn Tékkum í stappfullri Laugardalshöll um helgina.