Orkuskipti í flutningum

Mikilvægi þess að bjóða umhverfisvænar lausnir í flutningum og kostir fjölþátta flutningskerfis þegar kemur að því að draga úr kolefnisfótspori í flutningum eru meðal þess sem Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Samskipa, nefndi í pallborðsumræðum á Charge ráðstefnunni sem fór fram í Hörpu í Reykjavík.