Samskip hljóta gullvottun EcoVadis 

Samskip hf. hafa hlotið gullvottun EcoVadis á sviði samfélagslegrar ábyrgðar og sjálfbærni. EcoVadis er alþjóðlega viðurkenndur vottunaraðili og er úttekt fyrirtækisins afar ítarleg og nær til frammistöðu fyrirtækja um allan heim. Með viðurkenningunni eru Samskip hópi efstu 5% fyrirtækja á heimsvísu sem vottuð eru af EcoVadis.

Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Samskipa á Íslandi:
Sjálfbærni er samofin kjarnastefnu Samskipa heima og erlendis og sjálfbærnimarkmið höfð að leiðarljósi hvarvetna í starfseminni. Víða hefur náðst góður árangur, svo sem með minni útblæstri í skipaflutningum, sem á fimm árum hefur dregist saman um 35,1 prósent. Gullvottun EcoVadis er staðfesting á þeim árangri sem náðst hefur og er okkur hvatning til áframhaldandi góðra verka

Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, forstöðumaðurmarkaðs- og samskiptadeildar Samskipa:
Það er gaman að fá gull og við fögnum mjög staðfestingu EcoVadis á því að Samskip eru í fremstu röð fyrirtækja þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð og jákvæðu framlagi til samfélagsins. Samskip settu sér nýja stefnu í umhverfismálum 2019 og fengu ári síðan silfurvottun EcoVadis. Gullvottun nú endurspeglar áherslu okkar á að ná árangri á sviði sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar.

EcoVadis er með sérhæfingu á sviði samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja og byggir mælir frammistöðu þúsunda fyrirtækja um heim allan. Staðlaðar niðurstöður auka gagnsæi og auðvelda samanburð og gera fyrirtækjum auðveldara að bæta frammistöðu sína og innleiða umbætur.

Frekari upplýsingar veitir:
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, forstöðumaður Markaðs- og samskiptadeildar Samskipa.
thorunn.inga.ingjaldsdottir@samskip.com