Árið 2022 minnkaði útblástur CO2 á hverja flutningseiningu um 15,2%
Sjálfbærni er samofin kjarnastefnu Samskipa og við höfum sjálfbærnimarkmið okkar að leiðarljósi hvarvetna í starfseminni. Í skipaflutningum til og frá Íslandi árið 2022 minnkaði útblástur CO2 á hverja flutningseiningu um 15,2% milli ára og hafði þá dregist saman um 35,1% frá 2019. Þar spila saman aukin notkun lífdísils og bætt nýting í flutningskerfum Samskipa.