Tilkynning frá Samskipum um breytta áætlun vegna veðurs og aðstæðna á sjó 

Vegna mjög erfiðra aðstæðna á sjó seinkar för M/v Enforcer. Eftirfarandi breytingar verða því á áætlun okkar í vikum 9-12:

  • Enforcer ferð 2509ENF mun sigla REY-RVK-RTM-REY.
  • Ferð 2511ENF verður eins og venjulega eða REY-RVK-RTM-CUX-GOT-AAR-RVK-REY.
  • Við bætum við skipi, Endurance og ferð 2509ENU sem áætlað er að komi til RTM þann 4. mars og mun þá sigla RTM-CUX-GOT-AAR-RVK-REY-RTM.


Einnig var á áætlun að ferð 2510SKF myndi sigla ströndina en vegna slæmrar veðurspár um helgina mun skipið ekki sigla á ISA, SAU og AKU.  Í staðinn siglir skipið REY-IMM-RTM-REY. Þetta verður endurskoðað mánudaginn 3. mars þegar vitað er meira um komutíma í REY. 

Á meðfylgjandi hlekk hér fyrir neðan er að finna siglingaáætlun Samskipa sem og tilkynningar í rauntíma vegna breyttrar áætlunar:

❯❯ Siglingaáætlun Samskipa