Fréttir

Viðtal við Hentzia Andreasen í Lágabö - 10.1.2019

Hentzia Andreasen í Lágabö, verkstjóri á pallinum, hefur starfað hjá okkur tíu ár en pallurinn er vörumóttaka og afgreiðsla fyrir innanlandsdeild Samskipa. Við tókum hana tali til að fræðast um verkefni hennar fólks og til að kynnast Hentziu betur. Hún er mörgum starfsmönnum kunnug enda býður hún vöffluveislu í hverjum mánuði niðri á palli.

Lesa meira

Endurnýjun á samstarfssamningi Samskipa við HSÍ - 8.1.2019

Samskip og Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli. Samskip hafa undanfarin ár verið bakhjarl HSÍ og fagnar HSÍ því að endurnýja samstarfssamning sinn við Samskip. Vörumerki Samskipa verður áfram áberandi á baki landsliðstreyjunnar eins og undanfarin ár enda orðin þekkt tenging milli HSÍ og Samskipa.

 

Lesa meira

Vaktavinna tekin upp á hafnarsvæði í Reykjavík - 7.1.2019

Þann 6. janúar síðastliðinn urðu þær breytingar á vinnufyrirkomulagi á hafnarsvæði að teknar voru upp vaktir. Unnið verður á tvískiptum vöktum við losun og lestun áætlunarskipa. 

 

Lesa meira

Fréttasafn