Fréttir

Ottó Sigurðsson

Samskip ráða Ottó Sigurðsson sem framkvæmdastjóra innflutningssviðs - 8.10.2018

Ottó Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri innflutningssviðs Samskipa. Með ráðningunni snýr Ottó aftur til Samskipa, en hann var forstöðumaður innflutningsdeildar Samskipa frá 2013 til loka árs 2016.

Lesa meira
Samskip

Árétting Samskipa vegna umfjöllunar í fréttaskýringarþættinum Kveiki - 4.10.2018

Vegna umfjöllunar í fréttaskýringarþættinum Kveiki þriðjudagskvöldið 2. október, vilja Samskip árétta að verklagi hefur verið breytt frá þeim tíma (2017) sem fjallað var um í þættinum. Komi í ljós brotalamir á starfsemi starfsmannaleiga sem Samskip hafa átt í viðskiptum við verða þau mál könnuð og á þeim tekið með viðeigandi hætti til samræmis við keðjuábyrgð fyrirtækisins. 

Lesa meira
Birkir Hólm

Birkir Hólm Guðnason tekur við sem forstjóri Samskipa hf. - 21.9.2018

Stjórn Samskipa hefur ráðið Birki Hólm Guðnason sem forstjóra Samskipa hf. Áður starfaði Birkir í 18 ár hjá Icelandair, þar af 6 ár á erlendum mörkuðum, en hann var framkvæmdastjóri félagsins frá 2008.

Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum að eigin ósk og verður viðloðandi félagið við innleiðingu nýs siglingakerfis Samskipa auk þess að vera Birki innan handar á meðan hann kemur sér fyrir í nýju starfi.

Lesa meira

Fréttasafn


Skipafréttir - Twitter

 • Hoffell kemur til Rotterdam 17/10.
 • Skaftafell fer frá Akureyri 15/10.
 • Bláfell er í Rotterdam 15/10.
 • Skálafell kemur til Reykjavíkur 16/10 kl 23:30.
 • Helgafell kemur til Reykjavíkur 16/10.
 • Arnarfell kemur til Hull 16/10.
 • Skálafell kemur til Hull 12/10.
 • Hoffell er á Reyðarfirði 12/10.
 • Skaftafell fer frá Reykjavík 12/10.
 • Helgafell fer frá Aarhus 12/10.
 • Arnarfell fer frá Reykjavík 13/10.
 • Skaftafell er í Reykjavík 11/10.

Meira á Twitter