Flutningar með Samskipum
Við sérhæfum okkur í að tengja fyrirtæki á heimsvísu í gegnum heildstæða þjónustu okkar. Með fjölþátta flutningslausnum tryggjum við sveigjanlegan og skilvirkan flutning frá upphafi til enda eða frá einni höfn til annarar, á öruggan hátt og á réttum tíma.
Sérfræðiþekking okkar í alþjóðlegri flutningsmiðlun gerir þér kleift að flytja vörur milli landa á öruggan hátt, með sérsniðnum lausnum fyrir fyrirtæki. Við leggjum áherslu á nákvæmni í meðhöndlun viðkvæms farms, bjóðum upp á hitastýrða þjónustu til að vernda viðkvæmar vörur og sérfræðiaðstoð við tollameðferð.
Viðskiptavinir upplifa skilvirkni, áreiðanleika og persónulega þjónustu við að nýta flutningslausnir Samskipa.

Af hverju að velja Samskip?
Við flytjum ekki eingöngu sendingar um vegi og sjó, heldur einnig um skipaskurði og eftir lestarteinum. Með því að nýta ólíka flutningsmáta á sem hagkvæmastan hátt tryggjum við viðskiptavinum okkar sveigjanlegar og áreiðanlegar lausnir sem þæta þörfum þeirra hvar sem er. Fjölþátta flutningslausnir eru snjallari leið til að líta á vöruflutninga og ástæðan er augljós. Þegar markmiðið er að standa ávallt við loforð um hagkvæmni, áreiðanleika og góða þjónustu er mikilvægt að hafa fleiri en valkost í flutningum. Á sama tíma eru fjölþátta flutningslausnir mun umhverfisvænni og hjálpa okkur og viðskiptavinum að draga úr kolefnisfótspori.
Við erum Samskip og hver ferð skiptir máli

















