Jafnlaunavottun PwC

Kynbundinn launamunur í lágmarki!

Samskip, ásamt dótturfélögum sínum, hafa fengið niðurstöður úr jafnlaunagreiningu fyrir febrúar 2025, sem PwC framkvæmdi. Skýrslan er greining á launagögnum og skilar niðurstöðu um kynbundinn launamun innan fyrirtækisins.

Samkvæmt greiningunni eru heildarlaun karla aðeins 0,7% hærri en heildarlaun kvenna. Þessar niðurstöður uppfylla kröfur um Gullmerki PwC sem er mikið ánægjuefni. 

Við erum sérstaklega stolt af þessum árangri, launamunur kynjanna hefur haldist stöðugur milli ára. Við höfum einsett okkur að tryggja sömu laun fyrir sömu störf í öllum starfshópum og þessi árangur veitir okkur áframhaldandi hvatningu til stöðugra umbóta og jafnréttis í fyrirtækinu okkar.