Ný Siglingáætlun á samskip.is

Kæri viðskiptavinur,
 
Við vorum að setja í loftið nýja og endurbætta siglingaáætlun á samskip.is.
 
Markmið okkar er að vera í stöðugri þróun og verða betri í dag en í gær.
 
Við lögðum af stað í vinnu við endurbætur á siglingaáætluninni í lok nóvember í fyrra og má nú sjá fyrstu afurðina 😊
 
Breytingar í nýrri siglingaáætlun:
Með þessari nýju siglingaáætlun getum við:
•Einfaldað yfirsýn
•Sýnt lengra fram í tímann í töflu sem er notendavænni
•Áætlunin er skalanleg sem þýðir að hún virkar á öllum snjalltækjum
•Vikudagarnir sjást í töflunni
•Nú getur þú „hooverað“ yfir dagsetningar til að sjá tímastimpla ATA (Actual time of arrival) og ATD (Actual time of departure
•Nýja siglingaáætlunin sýnir með mismunandi litum hvenær skipin eru farin úr höfn, á leið í höfn og þegar skipin eru komin í höfn
•Siglingaáætlunin styðst við raungögn í Doris sem þýðir að ef eitthvað breytist þar breytist það á vefnum okkar - strax og sjálfkrafa
 
Önnur ný skemmtileg lausn sem var smíðuð sýnir höfn til hafnar. Skemmtileg framsetning fyrir áætlaðan ferðatíma sérsniðið að þörfum viðskiptavina okkar.


  
Hér getið þið skoðað nýja útlitið.  
 
Við tökum að sjálfsögðu vel á móti öllum ábendingum og viljum heyra ykkar hugmyndir.