Samskip tengja Marokkó við Evrópu með nýrri sjálfbærri tækni í kælivöruflutningum
– Frá Agadir og Casablanca til Bretlands og Hollands – hraðasta og áreiðanlegasta lausnin fyrir ferskvörur, með nýjustu tækni sem heldur gæðum og ferskleika í allt að 45 daga.

Samskip hefja nýja þjónustu fyrir kælivöruflutninga frá Marokkó. Hröð og sjálfbær gámatenging frá Agadir og Casablanca til Bretlands og Hollands. Þjónusta sem gerir viðskiptavinum kleift að dreifa vörum sínum um alla Evrópu, til Noregs, Póllands, Svíþjóð, Finnlands og Eystrasaltsríkjanna örfáum dögum eftir komu til Rotterdam.
Þessi strandflutningaleið er sérstaklega hönnuð fyrir ferskvörumarkað og býður upp á:
· Skjótustu flutninga frá sendanda til móttakanda
· Vikulegar beinar siglingar
· Saumlausa þjónustu hvað varðar innanlandsflutninga og tollafgreiðslu
· Allt að 80% minni CO₂-losun miðað við vegaflutninga
· Skjóta dreifingu um Evrópu, afhendingar til Írlands innan sex daga frá brottför í Marokkó
Til að styðja sem best við þessa flutninga hafa Samskip fjárfest í nýjum kæligámum til að tryggja mestu gæði og áreiðanleika í flutningunum, en fjárfest hefur verið í 1.000 kæligámum sem m.a. allir eru búnir GPS-tækni fyrir aukið gegnsæi og betri stjórn fyrir viðskiptavini.
En þessi nýi floti kæligáma snýst ekki bara um að flytja vörur heldur að flytja þær betur. Þessir gámar eru lausn sem tekur hefðbundna hitastýringu enn lengra, en þeir stjórna súrefni, koltvísýringi og öðrum lofttegundum, ásamt hitastigi og rakastigi til að skapa kjöraðstæður fyrir geymslu. Þannig geta fersk matvæli eins og bláber, tómatar, brómber og jarðarber ferðast í allt að 45 daga án þess að missa ferskleika, lit eða gæði. Með því að hægja á náttúrulegu þroskunarferli og draga úr etýlen (C₂H₄) framleiðslu kemur tæknin í veg fyrir skemmdir og heldur vörunum í toppástandi, jafnvel í langar vegalengdir.
Þessi tækni er stórt skref fyrir viðskiptavini og gríðarlega mikilvægt skref fyrir Samskip. Kælivöruflutningar eru eitt af kjarnasviðum Samskipa og þetta nýja framtak styrkir stöðu okkar á markaði þar sem áreiðanleiki og gæði skipta sköpum.
Marokkó er ört vaxandi útflutningsmarkaður fyrir viðkvæmar vörur og þessi nýja þjónusta okkar býður flutningsaðilum upp á sjálfbæran og áreiðanlegan valkost.
Skilaboðin eru skýr, Samskip eru staðráðin í að skila framúrskarandi gæðum, nýsköpun og öryggi fyrir viðskiptavini okkar, sama hversu langt er ferðast.