Skýr stefna Samskipa í strandsiglingum

Með reglulegri þjónustu til lykilhafna um land allt getum við:

Auknar strandsiglingar styrkja tengingar við landsbyggðina
Hjá Samskipum er stefnan skýr, við eflum strandsiglingar og tengjum landsbyggðina enn betur við flutninganet okkar. Skipin okkar Hoffell og Skaftafell sigla svokallaða Suðurleið, en þau fara úr Reykjavík og norður fyrir land með fastri viðkomu á Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Reyðarfirði. Skipin eru aðra hverja viku á Ísafirði og Sauðárkróki, en stefnt er að því að þær viðkomur verði vikulegar. Samskip hafa siglt Suðurleiðina frá árinu 2013 og skipin, sem taka allt að 500 gáma, henta þessari leið einstaklega vel. Með þessu fyrirkomulagi eru fluttar ýmsar þungavörur til og frá höfnum úti á landi.

Einnig er fluttur fjölbreyttur varningur um sjóleiðina, svo sem þurrvörur og aðrar vörur með langt geymsluþol. Sjóleiðin er bæði hagkvæmur og umhverfisvænn flutningsmáti, og þó hún sé vel nýtt í dag, sjáum við tækifæri til að gera enn betur.

Sjálfbærni og hagkvæmni í fyrirrúmi
Strandsiglingar eru ekki aðeins mikilvægar fyrir öruggt vöruflæði – þær skipta líka miklu máli fyrir umhverfið. Sjóflutningar losa mun minna kolefni en samsvarandi flutningar á vegum. Með því að nýta skipin betur getum við dregið úr umferð þungaflutningabíla á þjóðvegum, sparað kostnað, aukið öryggi og stutt við orkuskiptamarkmið Íslands.

Traustur samstarfsaðili fyrir landsbyggðina
Samskip hafa stundað strandsiglingar síðan árið 2013 og á þeim tíma hefur myndast traust samband við atvinnulífið og samfélög á landsbyggðinni. Með því að efla strandsiglingar enn frekar getum við stutt við atvinnustarfsemi, tryggt reglubundið vöruflæði og boðið viðskiptavinum okkar hagkvæmar, áreiðanlegar og sjálfbærar lausnir.

Framtíðin er á sjó
Þegar litið er til framtíðar er ljóst að strandsiglingar eru bæði hagkvæmur og ábyrgur flutningsmáti fyrir Ísland. Það gengur einfaldlega ekki upp til lengdar að aka þungum vörum hundruð kílómetra eftir þjóðvegum landsins þegar hagkvæm og umhverfisvæn sjóleið er til staðar.

Með því að flytja vörur með skipum, í stað þess að aka þeim t.d. frá Akureyri, Sauðárkróki eða Ísafirði til Reykjavíkur, getum við dregið stórlega úr CO₂-losun, létt álagið á vegakerfinu og aukið öryggi allra sem nota vegina.

Við hjá Samskipum teljum að framtíðin sé á sjó, og að strandsiglingar gegni lykilhlutverki í sjálfbærum og öruggum vöruflutningum um land allt.