
Áralöng reynsla af þjónustu við stóriðjuna á Íslandi
Við hjá Samskipum höfum áralanga reynslu af því að þjónusta stóriðjuna á Íslandi og höfum sérhæft okkur í þeim flutningum. Við siglum beint á hafnir stóriðjufyrirtækja bæði með hráefni til afhendingar sem og við sækjum tilbúnar afurðir til afhendingar í erlendum höfnum. Um leið eru siglingar umhverfisvænni kostur en akstur landleiðina með þungan og umfangsmikinn farm.
Eitt stærsta flutningsnet Evrópu
Við bjóðum upp á lausnir sem henta farmi viðskiptavina, hvort sem hann fer styttri eða lengri leiðir. Við tryggjum stöðugleika, rekjanleika og örugga afhendingu.
Þjónusta við viðskiptavini
Við þekkjum þarfir viðskiptavina okkar og veitum persónulega þjónustu, lausnamiðaða þjónustu á öllum stigum ferlisins.
Akstur innanlands
Við sjáum um akstur til og frá vöruhúsi og hafnarsvæðum okkar um land allt til að tryggja stuttan afhendingartíma og áreiðanlega þjónustu. Tryggjum skilvirkt flæði sendinga.
Sérþekking og reynsla
Við búum yfir áralangri reynslu og sérfræðiþekkingu í meðhöndlun og flutningi á ýmsum og fjöl-breyttum farmi. Það gerir okkur kleift að bjóða upp á öruggar og hagkvæmar lausnir.
Af hverju að velja Samskip fyrir flutninga í stóriðju?
Flutningur á vörum og efnum
Samskip bjóða upp á alhliða flutningslausnir fyrir byggingarefni af öllum gerðum, hvort sem um er að ræða sendingar fyrir byggingarvöruverslanir eða verktaka. Við sjáum um allt frá almennum vörum og þungum sendingum til sérhæfðra byggingarefna og búnaðar, og tryggjum örugga og skilvirka afhendingu.
Flutningur á búnaði
Við leysum flutningsþarfir fyrir þungan búnað og vélar og tryggjum örugga og tímanlega afhendingu til viðskiptavina. Hvort sem um er að ræða minni sendingar, heilgáma eða yfirstærðar flutninga, finnum við lausn sem hentar hverju verkefni.
Flutningur beint á byggingarsvæði
Með sérþekkingu Samskipa í skipulagningu innanlandsflutninga getum við hagrætt rekstri viðskiptavina með beinum flutningum til byggingarsvæða um allt land. Við hámörkum leiðir, tímaáætlanir og samhæfingu til að styðja við framleiðni á verkstað. Akstursstýring okkar nær yfir bæði heilgáma og aðrar vörusendingar beint frá Kjalarvogi, sem tryggir skilvirka og hagkvæma dreifingu.

Þjónusta í boði
Hafið samband við okkur fyrir frekari upplýsingar.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í útflutningi

Gunnar Kvaran
Gunnar Kvaran
Framkvæmdastjóri útflutnings / CCO export
Framkvæmdastjóri útflutnings / CCO export

Þorkell Kristinsson
Þorkell Kristinsson
Sölustjóri / Sales Manager
Sölustjóri / Sales Manager

Bjarki Unnarsson
Bjarki Unnarsson
Viðskiptastjóri / Key Account Manager
Viðskiptastjóri / Key Account Manager

Marko Stosic
Marko Stosic
Viðskiptastjóri / Key Account Manager
Viðskiptastjóri / Key Account Manager

Eiríkur Ari Eiríksson
Eiríkur Ari Eiríksson
Viðskiptastjóri / Key Account Manager
Viðskiptastjóri / Key Account Manager

Jón Viðarsson
Jón Viðarsson
Viðskiptastjóri / Key Account Manager
Viðskiptastjóri / Key Account Manager






