Tollskjalagerð
Samskip geta aðstoðað viðskiptavini með tollaafgreiðslu og tollamál á sendingum. Margir viðskiptavinir kjósa að tollaafgreiða sínar sendingar sjálfir en þeir sem óska geta fengið Samskip og Jóna Transport til að sjá um heildarflutning til og frá landinu.
Það getur verið flókið að þræða sig í gegnum tollamál, til dæmis milli efnahagssvæða frá upphafsstað til áfangastaðar, og þá kemur sérfræðiþekking okkar vel að notum.
Viðskiptavinir geta haft samband við sinn viðskiptastjóra eða tengilið fyrir frekari upplýsingar.


Jónar Transport
Jónar Transport er dótturfyrirtæki Samskipa og er alhliða flutningsmiðlari sem býður upp á víðtæka þjónustu tengda inn- og útflutningi. Jónar Transport eru einnig sérfræðingar í flóknum, sérhæfðum flutningum og í lyfjaflutningum.
Jónar Transport veita alhliða þjónustu í flugflutningum og geta veitt alla þjónustu sem snýr að útflutningi hvort sem um er ræða almenna flugfrakt eða hraðsendingar og eru í samstarfi við öll flugfélög sem fljúga frá Íslandi. Það tryggir bestu flutningslausnina!
Jónar Transport eru sérfræðingar að halda utanum umfangsmikil sérverkefni sem tengjast m.a. stórtónleikum, kvikmyndaiðnaði, auglýsingaiðnaði, ráðstefnum og sýningum hér á landi.
Við erum með þér í liði!
Þjónusta sem við bjóðum viðskiptavinum:
Sérsniðnar flutningslausnir:
Floti okkar af ökutækjum og sérhæfðum búnaði er hannaður til að meðhöndla ýmsar gerðir úrgangs og tryggja öruggan og skilvirkan flutning þess til vinnslu eða förgunar.
Hagræðing birgðakeðjunnar:
Við notum háþróaðar flutningsaðferðir, þar á meðal leiðabestun, greiningu á úrgangsstrauma og rauntímamælingar, til að hagræða birgðakeðjunni og lágmarka kostnað og hámarka umhverfislega sjálfbærni.
Sérsniðin þjónusta við meðhöndlun úrgangs:
Samskip býður upp á sérsniðnar lausnir við meðhöndlun úrgangs, þar á meðal flokkun, pökkun og gámaflutninga, sniðnar að einstökum þörfum hvers viðskiptavinar og auðvelda greiðan rekstur úrgangsmeðhöndlunar.

Incoterms
Flutningsskilmálar (e. Incoterms) eru skilmálar yfir hvernig vörur eru fluttar til dæmis frá framleiðanda eða seljanda til viðskiptavina. Þeir segja til um hver er ábyrgur fyrir ákveðnum flutningsleiðum og tollaafgreiðslu og eru samkomulag milli seljanda og kaupanda.
Hægt er að lesa nánar um helstu tegundir og lýsingar Incoterms flutningsskilmála hér fyrir neðan.








