Öflugt flutningskerfi fyrir erlenda markaði
Við höfum um árabil verið traustur samstarfsaðili íslenskra útflutningsfyrirtækja. Með sterkum viðskiptasamböndum, mikilli sérþekkingu og sveigjanlegu flutningsneti tryggjum við skilvirkan og öruggan útflutning frá Íslandi til markaða víðs vegar um heiminn. Strandsiglingar eru kjarninn í útflutningsneti okkar og skapa áreiðanlegar tengingar við helstu hafnir innanlands og erlendis.
Starfsfólk Samskipa býr yfir sérþekkingu á útflutningi á sjávarútvegsafurðum, hvort sem um er að ræða ferskar, saltaðar eða frosnar afurðir, sem og skreið. Þá höfum við einnig flutt stóriðjuafurðir, hráefni til endurvinnslu og þurrvöru úr landi fyrir viðskiptavini okkar í áratugi.
Á útflutningssviði starfar teymi sérfræðinga sem leggur ríka áherslu á að þekkja þarfir hvers viðskiptavinar. Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að senda verðmæti frá Íslandi og veitum heildstæða þjónustu sem nær yfir alla þætti útflutnings, frá ráðgjöf til framkvæmdar.

Sjávarútvegur og atvinnulífið
Starfsfólk Samskipa býr yfir sérþekkingu á útflutningi á sjárvarútvegsafurðum,
hvort sem það eru ferskar afurðir, saltaðar, frosnar afurðir eða skreið
Stóriðjan á Íslandi og þjónusta
Við höfum áralanga reynslu af því að þjónusta stóriðjuna á Íslandi og höfum sérhæft okkur í þeim flutningum með viðskiptavinum okkar.
Þurrvara og hráefni til endurvinnslu
Við finnum lausn á þínum flutningi, hvort sem það er sérhæfður flutningur, hitastýrður flutningur eða almennur flutningur á þurrvöru.
Togaralöndun í Kjalarvogi
Samskip bjóða alhliða þjónustu við fjölveiðiskip og frystitogara. Löndun, flutningar og kæli- og frystigeymsla, allt á einum stað auk annarri tengdri þjónustu.

Strandsiglingar
Við eflum strandsiglingar og tengjum landsbyggðina enn betur við flutningsnet okkar með fastri viðkomu á Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Reyðarfirði. Með þessu fyrirkomulagi eru fluttar ýmsar þungavörur til og frá höfnum úti á landi.
Með reglulegri þjónustu til lykilhafna um land allt getum við:
Við flytjum fjölbreyttan varning sjóleiðina, svo sem þurrvöru og aðrar vörur með langt geymsluþol. Sjóleiðin er bæði hagkvæmur og umhverfisvænn flutningsmáti þar sem sjóflutningar losa mun minna kolefni en samsvarandi flutningar á vegum.
Samskip hafa stundað strandsiglingar síðan árið 2013 og á þeim tíma hefur myndast traust samband við atvinnulífið og samfélög á landsbyggðinni. Með því að efla strandsiglingar enn frekar styða Samskip við atvinnustarfsemi, tryggja reglubundið vöruflæði og bjóða viðskiptavinum hagkvæmar, áreiðanlegar og sjálfbærar lausnir.
Fáðu tilboð í þinn útflutning
Viðskiptavinir veita upplýsingar um vöru, markað og tímaramma, við sjáum um rest. Sérfræðingar okkar á útflutningssviði vinna náið með viðskiptavinum að því að finna lausnir sem eru bæði hagkvæmar og sniðnar að raunverulegum flutningsþörfum.
Við höfum víðtæka reynslu af útflutningi á sjávarútvegsafurðum, allt frá ferskum og frosnum afurðum til saltaðra afurða og skreiðar. Jafnframt höfum við flutt fjölbreyttar vörutegundir úr landi í áratugi, þar á meðal stóriðjuafurðir, hráefni til endurvinnslu og þurrvöru.
Hafðu samband og fáðu raunhæft tilboð frá teyminu sem þekkir útflutning frá Íslandi út í heim.

Sjávarútvegur
Starfsfólk Samskipa býr yfir sérþekkingu á útflutningi á sjárvarútvegsafurðum, hvort sem það eru ferskar afurðir, saltaðar, frosnar afurðir eða skreið. Starfsfólk Samskipa leggur áherslu á að þekkja sína viðskiptavini og þeirra þarfir.
Stóriðja
Við hjá Samskipum höfum áralanga reynslu af því að þjónusta stóriðjuna á Íslandi og höfum við sérhæft okkur í þeim flutningum og útbúið sérlausnir fyrir viðskiptavini okkar.
Hráefni til endurvinnslu
Samskip hafa lagt mikið kapp í flutninga á hráefni til endurvinnslu. Við höfum unnið í samstarfi með endurvinnslufyrirtækjum hér á landi með sérlausnir við að flytja út rusl til endurvinnslu hjá viðurkenndum aðilum erlendis.
Þurrvara og matvara
Starfsfólk okkar leggur sig fram við að finna lausnir sem henta hverjum viðskiptavini. Hvort sem það er sérhæfður flutningur, hitastýrður flutningur eða flutningur á þurrvöru, þá ert þú í góðum höndum hjá starfsfólki Samskipa.
Útflutningsteymi Samskipa
Útflutningssvið Samskipa samanstendur af teymi sérfræðinga sem aðstoða viðskiptavini við að senda verðmæti frá Íslandi og veitir almenna þjónustu sem snýr að útflutningi. Við störfum með það að leiðarljósi að það sé gott og gaman að vera í viðskiptum við Samskip!
Gjaldskrá útflutnings
Verð eru án VSK. Sjá nánar: Incoterms skilmálar.
VGM – brúttóþyngd
Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) gerir þær kröfur, að sendendur farms tilgreini brúttóþyngd gáma áður en þeim er lestað um borð í skip. Þetta er gert til auka bæði öryggi skips og farms, starfsfólks við lestun og uppskipun og almennt öryggi á hafi úti.
Sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan ásamt eyðublaði og upplýsingum um hvernig á að fylla út upplýsingarnar á þjónustuvefnum okkar.

Incoterms
Flutningsskilmálar (e. Incoterms) eru skilmálar yfir hvernig vörur eru fluttar til dæmis frá framleiðanda eða seljanda til viðskiptavina. Þeir segja til um hver er ábyrgur fyrir ákveðnum flutningsleiðum og tollaafgreiðslu og eru samkomulag milli seljanda og kaupanda.
Hægt er að lesa nánar um helstu tegundir og lýsingar Incoterms flutningsskilmála hér fyrir neðan.

Af hverju að velja Samskip?
Við flytjum ekki eingöngu sendingar um vegi og sjó, heldur einnig um skipaskurði og eftir lestarteinum. Með því að nýta ólíka flutningsmáta á sem hagkvæmastan hátt tryggjum við viðskiptavinum okkar sveigjanlegar og áreiðanlegar lausnir sem þæta þörfum þeirra hvar sem er. Fjölþátta flutningslausnir eru snjallari leið til að líta á vöruflutninga og ástæðan er augljós. Þegar markmiðið er að standa ávallt við loforð um hagkvæmni, áreiðanleika og góða þjónustu er mikilvægt að hafa fleiri en valkost í flutningum. Á sama tíma eru fjölþátta flutningslausnir mun umhverfisvænni og hjálpa okkur og viðskiptavinum að draga úr kolefnisfótspori.
Við erum Samskip og hver ferð skiptir máli
Hafðu samband við viðskiptastjóra og sérfræðinga okkar í útflutningi

Gunnar Kvaran
Gunnar Kvaran
Framkvæmdastjóri útflutnings / CCO export
Framkvæmdastjóri útflutnings / CCO export

Þorkell Kristinsson
Þorkell Kristinsson
Sölustjóri / Sales Manager
Sölustjóri / Sales Manager

Bjarki Unnarsson
Bjarki Unnarsson
Viðskiptastjóri / Key Account Manager
Viðskiptastjóri / Key Account Manager

Marko Stosic
Marko Stosic
Viðskiptastjóri / Key Account Manager
Viðskiptastjóri / Key Account Manager

Eiríkur Ari Eiríksson
Eiríkur Ari Eiríksson
Viðskiptastjóri / Key Account Manager
Viðskiptastjóri / Key Account Manager

Jón Viðarsson
Jón Viðarsson
Viðskiptastjóri / Key Account Manager
Viðskiptastjóri / Key Account Manager
















