Hér er að finna svör við algengum spurningum um sjálfbærnivegferð Samskipa – markmið, aðgerðir og framtíðaráform. Hvort sem áhuginn snýr að umhverfismarkmiðum okkar, stefnum fyrirtækisins eða væntanlegum verkefnum, þá veitir þessi síða skýra innsýn í þau málefni sem við vinnum stöðugt að.
Ef ekki finnst það sem leitað er að eða vantar frekari upplýsingar um sjálfbærnimál Samskipa þá er velkomið að hafa samband við sérfræðinga okkar í sjálfbærni á netfangið marketing@samskip.com.
Skuldbindingar Samskipa hvað varðar sjálfbærni
Samskip hafa sett sér metnaðarfull markmið sem miða að því að hafa jákvæð áhrif á umhverfið, fólkið okkar og samfélögin sem við störfum í, samhliða því að veita viðskiptavinum okkar hágæða þjónustu.
Þessi markmið skiptast í þrjú meginviðfangsefni:
Að draga úr kolefnisspori starfseminnar
Að þróa og bjóða upp á flutningslausnir með lítilli sem engri losun
Að byggja upp fyrirtækjamenningu sem styður við og fagnar sjálfbærni
Fyrir þessi þrjú svið höfum við skilgreint níu lykilsjálfbærnimarkmið, þar af eru loftslagsmarkmiðin fyrir 2030 og kolefnishlutleysi 2040 staðfest af Science Based Targets Initiative (SBTi).
Með metnaðarfullum sjálfbærnimarkmiðum hafa Samskip það að markmiði ásamt því að hvetja alla sem koma að virðiskeðjunni til stöðugra umbóta á sviði umhverfis, samfélags og stjórnarhátta (ESG).
Mestu áhrifin getum við haft á sviði umhverfismála, þar sem við höfum fjárfest verulega í orkunýtnu og fjölþátta flutninganeti sem nýtir rafknúnar lestir, strandsiglingar, siglingar á styttri leiðum og flutningabíla til að minnka kolefsnilosun frá upphafi til enda.
Þar að auki hafa Samskip verið brautryðjandi í notkun lífeldsneytis, bæði á sjó og landi. En meira þarf til að ná markmiðum okkar, því kynna Samskip nú fyrstu vetnisknúnu flutningaskip heims: Samskip SeaShuttles.
Til að auka vitund og miðla þekkingu skipuleggjum við einnig viðburði eins og árlega Sjálfbærnidaga Samskipa, þar sem deilt er reynslu og góðum lausnum þvert á greinar.
Já, Samskip reka öflugt sjálfbærnistjórnunarkerfi (SMS) sem nær ekki aðeins yfir umhverfisstjórnun, heldur einnig félagslega og stjórnunarlega þætti (ESG).
Kerfið sem Samskip Global nota er vottað samkvæmt ISO 14001 staðlinum og hefur hlotið Platinum vottun frá EcoVadis, sem raðar Samskip Global meðal fremstu 1% fyrirtækja í greininni sem voru metin árið 2024. Samskip hf. á Íslandi hafa hlotið Gull vottun frá EcoVadis.
Samskip eru þekkt fyrir nýsköpun og frumkvöðlahugsun. Við höfum lengi verið meðal lykilaðila að baki svokölluðum fjölþátta flutningsmáta (modal shift) í Evrópu – þar sem áhersla er lögð á hagkvæmari og umhverfisvænni leiðir með því að samþætta mismunandi flutningsmáta í eitt samhæft net.
Samskip hafa einnig verið í fararbroddi á sviði sjálfbærrar nýsköpunar. Við sýndum kjark með því að fjárfesta snemma í LNG (jarðgasi), vorum fyrst í greininni til að láta skip sigla á 100% lífeldsneyti, vinnum að þróun á kolefnisföngunartækni (carbon capture technology), og nú síðast höfum við kynnt til leiks fyrstu vetnisknúnu flutningaskip heims, Samskip SeaShuttles.
Fjölþátta flutninganet Samskipa sameinar lestir, skipa- og prammaflutninga til að minnka þörf á vegaflutningum.
Þessi nálgun dregur verulega úr kostnaði, eykur hagkvæmni og getur minnkað losun um allt að 80%. Með þessu búum við til sjálfbærara og sveigjanlegra flutninganet en það sem byggir eingöngu á vegaflutningum.
Sjálfbærni er einn af hornsteinum stefnu Samskipa. Við trúum því að með því að setja sjálfbærni í kjarna starfseminnar getum við skapað raunveruleg og varanleg áhrif.
Árangur í sjálfbærni næst ekki bara í fundarherbergjum, heldur með því að starfsfólk setji hana í framkvæmd í daglegu starfi.
Hjá Samskipum trúum við því að breytingar náist í gegnum samstarf, því þegar kemur að sjálfbærni erum við öll að stefna að sömu markmiðum. Bein losun okkar er óbein losun viðskiptavina okkar. Það þýðir að þegar við bætum okkur, þá bæta viðskiptavinir okkar sig líka.
Þess vegna leggja Samskip ríka áherslu á samstarf í allri sjálfbærnivinnu. Með nýstárlegum lausnum eins og FlexFuel-áætluninni gefst viðskiptavinum kostur á að velja vistvænni orkugjafa og stuðla þannig að breytingum strax í dag.
Frekari upplýsingar má fá hjá viðskiptastjórum eða sjálfbærniráðgjöfum okkar.
Leiðarljós og markmið í sjálfbærni
Samskip hafa nú þegar náð 10% samdrætti í heildarlosun árið 2023 miðað við grunnár okkar 2020.
Við höfum einnig sett okkur skýr markmið:
· 50% samdráttur í losun fyrir árið 2030
· Kolefnishlutleysi (Net-Zero) árið 2040
Bæði markmiðin – til skemmri tíma (2030) og lengri tíma (2040) – hafa verið staðfest af Science Based Targets initiative (SBTi).
Já, bæði skammtímamarkmið og langtímamarkmið Samskipa hafa verið fullgild og sannreynd af SBTi.
Samskip eru skráð á vef SBTi undir „Companies Taking Action“ – listi yfir fyrirtæki sem taka virkan þátt í loftslagsaðgerðum.
Kolefnisreikningar og gagnsæi
Við nýtum bæði GHG Protocol Framework og GLEC Framework (Global Logistics Emissions Council), sem eru viðurkenndir staðlar í flutningageiranum fyrir kolefnisútreikninga og skýrslugerð.
Til viðbótar við skilvirkt fjölþátta flutninganet (Multimodal Network) hafa Samskip fjárfest í fjölmörgum verkefnum sem miða að því að draga úr GHG-losun:
Lífeldsneyti fyrir bæði skip og vörubíla
Vetnisknúin flutningaskip (í smíðum)
Rafknúnir vörubílar (E-trucks) og hafnartraktorar
Landtenging rafmagns fyrir skip í höfn
Tækni til kolefnisföngunar (Carbon Capture Technology)
Já, Samskip bjóða upp á CO₂-skýrslur á sendingastigi í gegnum kolefnisspora reiknivél sem aðgengileg er bæði á vef fyrirtækisins og hjá viðskiptastjórum.
Þannig fá viðskiptavinir okkar skýra innsýn í umhverfisáhrif flutninga sinna.
Viltu draga enn frekar úr áhrifunum? Með FlexFuel-áætluninni okkar bjóðum við upp á vistvæn orkuskipti – hafðu samband við viðskiptastjóra eða sjálfbærniteymi okkar til að fá frekari upplýsingar.
Viðurkenningar fyrir árangur og sjálfbærni
Samskip hf. hlutu Gull vottun EcoVadis árið 2024 og 2023.
Samskip Global hlaut hæstu mögulegu vottun EcoVadis árið 2024 – Platinum.
EcoVadis er leiðandi alþjóðleg stofnun á sviði sjálfbærnimats og metur árlega frammistöðu fyrirtækja út frá fjölbreyttum þáttum sjálfbærni. Samskip voru í úttektinni borin saman við önnur fyrirtæki í flutningageiranum og niðurstöðurnar sýndu að Samskip á Íslandi eru í efstu 5% þeirra fyrirtækja sem metin voru árið 2024 og Samskip Global í hópi efstu 1%.
Alþjóðlegar vottanir og samstarf
Já, Samskip Global eru með ISO 14001 og ISO 9001 vottanir sem styðja við gæði og fagleg vinnubrögð í stjórnunarkerfum okkar.
Við erum stolt af því að vera virkir þátttakendur í fjórum lykilsamtökum í flutninga- og siglingageiranum: KVNR, UK Chamber of Shipping, UIRR og Smart Freight Centre.
Með því að halda tengslum við alþjóðlegt samfélag í flutninga- og skipaiðnaði höldum við okkur upplýstum, skörpum og tilbúnum til að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu.
Vistvæn orka og losunarlaus ökutæki
Samskip stefna að því að innleiða orkugjafa sem stuðla að minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda í rekstri fyrirtækisins.
Núverandi orkugjafar eru meðal annars:
· LNG (jarðgas): Notað í 2 af 21 skipum
· Lífeldsneyti fyrir skip: Notað í 5 af 21 skipum
· HVO 100 lífeldsneyti: Notað í vörubíla – eftir óskum viðskiptavina
· Vetni: Árið 2026 munu Samskip taka í notkun tvö vetnisknúin SeaShuttle-skip, sem koma í stað hefðbundinna skipa á jarðefnaeldsneyti.
Fylgni og reglugerðir
Við fylgjumst náið með þróun reglugerða og samþættum nýjar kröfur inn í rekstur okkar. Við fjárfestum í hreinni og sjálfbærari tækni, viðhöldum ströngum umhverfiskröfum í allri virðiskeðjunni og vinnum með samstarfsaðilum og stjórnvöldum til að vera skrefi á undan lagabreytingum.
Teymin okkar vakta reglulega löggjöf og stefnumótun á sviði sjálfbærni til að tryggja fulla fylgni og gagnsæi.
Samskip vinna markvisst að því að undirbúa sig fyrir fylgni við mörg helstu reglutengdu sjálfbærniverkefni.
Þau fela meðal annars í sér:
CSRD – Tilskipun um sjálfbærniskýrslugerð fyrirtækja
CSRDD – Tilskipun um áreiðanleikakröfur vegna samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja
ESG flokkunarkerfi ESB (EU Taxonomy)
FuelEU Maritime – Reglur um vistvænni orkugjafa í siglingum
EU ETS – Losunarheimildakerfi Evrópusambandsins
Við vinnum að því að uppfylla þessar kröfur með festu og nýta verkefnin jafnframt til að styrkja sjálfbærnistefnu okkar og auka langtímaáhrif hennar.
Kynntu þér nánar í nýjustu sjálfbærniskýrslu Samskipa.
Sjálfbærni í virðiskeðjunni
Samskip vinna náið með birgjum sínum að því að samræma rekstur við sjálfbærnimarkmið fyrirtækisins. Við notum strangar kröfur við val, framkvæmum reglulegar úttektir og höfum sett fram siðareglur fyrir birgja sem leggja áherslu á umhverfislega, félagslega og siðferðislega ábyrgð.
Að auki fylgjumst við með árangri birgja í gegnum sérstaka CSR-spurningalista, sem tryggir að sjálfbærni sé sameiginleg ábyrgð allra í virðiskeðjunni.