Vottanir, aðildir og stefnur
Stefna Samskipa er að vera ávallt í fararbroddi á sviði umhverfismála. Við kappkostum að fylgjast vel með þróun og nýjungum og setjum okkur skýr markmið. Við mælum árangur reglulega og tryggjum þannig stöðugar umbætur og framþróun.
Hver ferð skiptir máli. Við búim til sjálfbærar flutningalausnir fyrir komandi kynslóðir.
Við skuldbindum okkur því að styðja við rekstur viðskiptavina okkar inn í framtíð þar sem sjálfbærni gegnir lykilhlutverki. Með því að stefna að kolefnishlutleysi árið 2040 samkvæmt Science Based Targets Initiative (SBTi), vinnum við að því að samþætta sjálfbærni í alla starfsemi okkar.
Þegar fyrirtæki vinna með okkur njóta þau góðs af fjölþættu og skilvirku flutninganeti sem leggur áherslu á að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Við fjárfestum í lífeldsneyti og hátæknilausnum eins og vetnisknúnum skipum, SeaShuttle, til að draga úr umhverfisáhrifum og setja ný viðmið í ábyrgum flutningum.
Sjálfbærnistefna Samskipa byggir á traustri stefnumótun
Til að undirstrika skuldbindingu okkar og gagnsæi hvað varðar sjálfbærnimál er að finna hér stefnur okkar í UFS (ESG) málum ásamt skorkorti okkar frá EcoVadis, sem veitir skýra innsýn í hvernig við samræmum starfsemi okkar við alþjóðleg sjálfbærniviðmið.
Þetta eru þau meginviðmið sem móta starfsemi okkar og sýna fram á þá ábyrgð og framsýni sem einkenna flutningslausnir framtíðarinnar hjá Samskipum.

EcoVadis
EcoVadis er leiðandi aðili á heimsvísu í mati á sjálfbærni og þróunartólum fyrir alþjóðlegar virðiskeðjur. Hjá Samskipum erum við stolt af því að nýta EcoVadis matsferlið til að meta og sýna fram á árangur okkar í sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð (CSR).
Matsferlið greinir frammistöðu okkar á sviðum eins og umhverfismálum, vinnumálum og mannréttindum, siðferðislegum viðskiptaháttum og sjálfbærum innkaupum.
Þetta hjálpar okkur einnig að mæla og efla UFS (ESG) ramma okkar – þ.e. umhverfisþætti, fólk og félagslega þætti og stjórnunarhætti í starfseminni. Með samstilltu átaki og stöðugum umbótum hafa Samskip Global hlotið Platinum vottun fyrir árið 2024 og Samskip hf. á Íslandi Gull vottun. Hægt er að skoða skorkort Samskipa frá EcoVadis og sjá hvernig einstakar einingar fyrirtækisins ýta undir sjálfbærni á alþjóðlegum vettvangi.
EcoVadis mælir framgang sjálfbærnivegferðar Samskipa í fjórum lykilflokkum:
- Umhverfisáhrif
- Vinnu- og mannréttindastaðlar
- Viðskiptasiðferði
- Innkaupaaðferðir
Vottun Samskipa hf. fyrir Ísland

❯❯ Ecovadis Gold · Topp 5%
Samskip á Íslandi hófu að mæla árangur sinn árið 2020 hjá EcoVadis og fengu fyrst silfur einkunn. Árið 2023 og 2024 hlutu Samskip á Íslandi gull einkunn sem er næst hæsta stig einkunnagjafar EcoVadis.
Sjá nánar einkunnagjöf Samskip hf. á Íslandi fyrir árið 2025 frá EcoVadis.
Vottun Samskip Multimodal fyrir Evrópu

❯❯ Ecovadis Platinum · Topp 1%
Samskip Global hlaut platinum vottun frá EcoVadis, sem setur sjálfbærnistarf Samskipa meðal 1% fyrirtækja sem voru metin árið 2024. Þessi viðurkenning endurspeglar öfluga nálgun okkar í sjálfbærni.
Sjá nánar einkunnagjöf Samskip Multimodal fyrir árið 2025 frá EcoVadis.
Aðildir og samstarfsverkefni

FESTA · Miðstöð um sjálfbærni
Samskip eru eitt aðildarfélaga Festu, sem er miðstöð um sjálfbærni á Íslandi. Festa hefur það markmið að hjálpa aðildarfélögum sínum við að auka þekkingu á samfélagslegri ábyrgð og efla getu þeirra til að tileinka sér samfélagslega ábyrga starfshætti. Samskip hafa sett sér umhverfismarkmið og tilkynna um árangur sinn til Festu.

Votlendissjóður
Hlutverk sjóðsins er að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Rannsóknir sýna að framræst votlendi ber ábyrgð á mikilli losun koldíoxíðs hér á Íslandi. Endurheimt votlendis er ein öflugasta leiðin í baráttunni við loftslags breytingarnar.

SideWind
SideWind stefnir að því að sýna fram á möguleika vindorku til að draga úr kolefnisnýtingu í gámaflutningaiðnaðinum. SideWind kynnir nýja hugmynd sem byggir á endurvinnanlegri, hagnýtri og hagkvæmri lóðréttri vindmyllu (VAWT) sem er lárétt staðsett inni í gám án veggja til að virkja vindorkuna sem streymir yfir flutningaskip.
Stefnur Samskipa
Gagnsæi er ein af grunnstoðum gilda okkar. Með því að birta stefnur okkar opinberlega sýnum við ábyrgð, heiðarleika og skuldbindingu til ábyrgrar starfsemi. Hægt er að skoða stefnurnar hér að neðan og hvernig við vinnum markvisst að sjálfbærni, mannréttindum og siðferðislegum viðmiðum í allri okkar starfsemi:
Umhverfisstefna Samskipa
Skilgreinir nálgun okkar við að draga úr umhverfisáhrifum og stuðla að sjálfbærum lausnum í flutningum.
Stjórnun umhverfismála
Við stjórnun er leitast við að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif frá allri starfsemi félagsins. Sem leiðandi félag miðlum við þekkingu og upplýsingum um árangur í umhverfismálum til starfsfólks, samstarfsaðila og samfélagsins. Til að tryggja árangur er stuðst við viðurkennda staðla og viðmið í umhverfismálum.
Orka
Við mælum orkunotkun reglulega, nýtum vistvæna orkugjafa eins og kostur er og leitumst við að halda mengun í lágmarki.
Vara og þjónusta
Við högum framleiðslu- og þjónustuferlum félagsins í samræmi við sett markmið og á þann hátt að tekið er tillit til áhrifa á náttúru, umhverfi og samfélag. Við greinum áhættu og leggjum áherslu á þjálfun starfsfólks, til að fyrirbyggja slys og tryggja rétt vinnubrögð og viðbrögð.
Hráefni og aðföng
Við val á birgjum, tækjum og öðrum aðföngum er leitast við að velja umhverfisvæna kosti umfram aðra. Við leitumst við að lágmarka notkun allra rekstrarvara og minnka sóun.
Vinnusvæði
Við kappkostum að öll vinnusvæði séu til fyrirmyndar, örugg og snyrtileg. Umhverfisvernd skal í hávegum höfð við val og rekstur á vinnusvæðum.
Sorp og úrgangsefni
Í starfsemi félagsins er magn sorps og úrgangsefna lágmarkað. Við flokkum, losum og eyðum sorpi og úrgangsefnum með umhverfisvænum aðferðum í samstarfi við viðurkennda aðila. Við leggjum áherslu á að endurnýta og endurvinna það sem mögulegt er.
Mannauðsstefna Samskipa
(Bíður samþykktar frá mannauðsdeild og verður birt hérna).
Umhverfisstjórnunarkerfi
Umhverfisstjórnunarkerfi Samskipa (e. Environmental Management System) leitast við að draga úr kolefnisfótspori okkar og beinist að þremur sviðum: Félags- og umhverfismálum, gæðum og arðsemi. Til að mæla framfarir okkar mæla Samskip fimm lykilframmistöðuvísa til að reikna nákvæmlega út hversu mikið við erum að auka samþætta þáttinn í þjónustu, draga úr losun bæði í algildi og á hvern km, draga úr kílóvattstundum (kWh) af raforku sem notuð er á skrifstofum okkar og draga úr sóun okkar og vatnsnotkun.
Við trúum því að sjálfbærni sé sameiginleg ábyrgð. Við stefnum að því að skapa virðiskeðju með því að innleiða sjálfbærnireglur í því að skapa og skila virði til viðskiptavina okkar. Þar sem við skiljum að aðfangakeðja okkar stuðlar verulega að losun okkar, erum við í samstarfi við fjölbreytt úrval birgja og samstarfsaðila á ýmsum stöðum um allan heim til að stuðla að sjálfbærum starfsháttum og rekstri. Við gerum úttektir á birgjum okkar og fylgjumst með stöðlum þeirra og vottunum.


Flokkunarreglugerð ESB (e. EU Taxonomy)
Fyrirtæki í Evrópu eru skuldbundin til að gefa upp á samræmdan hátt stöðu á sjálfbærni innan sinnar starfsemi. Tilgangurinn er að samræma upplýsingagjöf í sjálfbærni og til að koma í veg fyrir grænþvott.
Í reglugerðinni skulu fyrirtæki flokka atvinnustarfsemi sína eftir því hvort hún sé sjálfbær eða ekki. Flokkunarkerfið er sagt vera lykilskref í átt að markmiði ESB um kolefnisleysi fyrir árið 2050 og mikilvægasta og brýnasta aðgerðin í aðgerðaáætlun ESB á sviði sjálfbærra fjármála.
Atvinnustarfsemi er umhverfissjálfbær í skilningi flokkunarreglugerðarinnar þegar hún samræmist fjórum viðmiðum:
- 1) Atvinnustarfsemin þarf að fullnægja kröfum sem framkvæmdastjórn ESB setur í þar til gerðum tæknilegum viðmiðunarreglum.
- 2) Atvinnustarfsemin þarf að styðja verulega við eitt eða fleiri af sex skilgreindum umhverfismarkmiðum.
- 3) Atvinnustarfsemin má ekki valda umtalsverðu tjóni á öðrum umhverfismarkmiðunum.
- 4) Atvinnustarfsemina þarf að stunda í samræmi við lágmarkskröfur til stjórnarhátta og félagslegra þátta í samræmi við alþjóðlegar reglur og staðla.
Orkuskipti og flutningar
Hjá Samskipum er áhersla á sjálfbærni og aðgerðir til að takmarka umhverfisáhrif starfseminnar fléttuð inn í kjarnastefnu fyrirtækisins. Við erum stolt af því að hafa tekið leiðandi hlutverk í innleiðingu á notkun vistvænna farartækja í þungaflutningum en með ákvörðuninni um að nota slík tæki er einnig þrýstingur á að þróa innviði sem nauðsynlegir eru til að orkuskipti í þungaflutningum þróist enn frekar.
SeaShuttle flutningskip
Samskip hafa hafið smíði á tveimur vetnisknúnum flutningaskipum sem bera nafnið SeaShuttle. Hið metnaðarfulla verkefni, undir forystu Samskipa, miðar að því að búa til einn af fyrstu „grænu göngum“ Evrópu á milli Óslóarfjarðar í Noregi og Rotterdam í Hollandi sem losar eingöngu hreint vatn í útblæstri.
Þessi skip eru áætluð á sjóinn árið 2025 og munu gjörbylta flutningasiglingum eins og við þekkjum þær í dag. Í „núlllosunarham“ okkar er gert ráð fyrir að tvær sjóskutlur nái minnkun upp á 25.000 tonn af CO₂ á ári. Skipin munu einnig ná losunarlausri starfsemi í höfnum með því að nota græna landorku í viðkomuhöfn.


100% rafmagns flutningabíll
Samskip á Íslandi tóku í notkun árið 2024 rafmagnsflutningabíl sem gengur 100% fyrir rafmagni og var hann sá fyrsti sinnar tegundar á landinu.
Vörubíllinn er af gerðinni Mercedes Benz eActros 300 og drægni hans er um 330 kílómetrar. Fyrir utan umhverfisáhrifin af því að nota tæki sem gengur fyrir endurnýjanlegu eldsneyti þá er ökutækið algjörlega laust við vélarhljóð sem venjulega einkenna stóra vörubíla. Annar rafmagnsbíll er væntanlegur síðar á árinu 2024.
Metan flutningabílar
Árið 2022 bættist fyrsti gasknúni vörubíllinn í flota Samskipa og það ár spöruðum við 12 tonn af CO₂ með þeim bíl. Samskip bættu einnig við nýjum metanbílum í flotann árin 2023 og 2024 sem hafa svipaða eiginleika og sá fyrsti en hávaðamengunin er mun minni á þeim nýju sem gerir það að verkum að hann hentar betur til flutninga á fjölmennum svæðum.
Árið 2026 verður stigið enn stærra skref í átt að orkuskiptum í þungaflutningum þegar Samskip stefna á að fá afhentann vetnisknúinn MAN hTGX vörubíl af stærstu gerð.

Umhverfismarkmið Samskipa á Íslandi tilkynnt til Festu


