Markmið í loftlagsmálum

Í SAMRÆMI VIÐ YFIRLÝSINGU UM MARKMIÐ Í LOFTLAGSMÁLUM SEM SAMSKIP UNDIRRITUÐU 16. NÓVEMBER 2015 HEFUR FÉLAGIÐ SETT SÉR EFTIRFARANDI MARKMIÐ

Samskip hafa einsett sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum. Því hafa Samskip sett sér þrjú megin markmið:

  • Minnka kolefnisfótspor í flutningum til og frá Íslandi og Færeyjum um 10% á næstu fimm árum, mælt í grömmum af CO2 á flutt tonn á hvern fluttan kílómetra eða úr 42 g/tonnkm 2015 í 38 g/tonnkm árið 2020. 
  • Minnka kolefnisfótspor í innanlandsflutningum um 7% á næstu fimm árum, mælt í grömmum af CO2 á flutt tonn á hvern fluttan kílómetra eða úr 124 g/tonnkm 2015 í 115 g/tonnkm árið 2020.
  • Auka hlutfall endurnýtanlegs úrgangs frá starfseminni úr 46% 2015 í 60% árið 2020.

Til þess að ná ofangreindum markmiðum verður lögð sérstök áhersla á eftirfarandi:

  • Bæta nýtingu flutningakerfa 
  • Bæta eldsneytisnýtingu 
  • Minnka vægi jarðefnaeldsneytis í starfseminni 
  • Auka flokkun á úrgangi á starfsstöðvum Samskipa

Samskip munu árlega birta niðurstöður úr mælingum og leita allra leiða til að ná settum markmiðum.

Fyrir hönd Samskipa 
Pálmar Óli Magnússon forstjóri