Sjálfbærni

Sjálfbærnimarkmið Samskipa miðar að því að fyrirtækið axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið, félagslega þætti og stjórnarhætti í allri starfsemi sinni.

Helsti árangur okkar á sviði sjálfbærninnar

❯❯ Vel studd loftslagsmarkmið sem tryggja trúverðugleika

❯❯ Samskip eru í topp 5% fyrirtækja

❯❯ Í allri okkar starfsemi

Við skuldbindum okkur til þess að styðja viðskiptavini okkar inn í framtíð þar sem sjálfbærni gegnir lykilhlutverki. Með því að stefna að kolefnishlutleysi (Net-Zero) fyrir árið 2040, markmið samþykkt samkvæmt viðmiðum Science Based Targes Initiative (SBTi) vinnum við að því að samþætta sjálfbærni í allt sem við gerum.

Þetta þýðir að þegar fyrirtæki vinna með okkur njóta þau góðs af fjölþættu, skilvirku flutninganeti / kerfi sem leggur áherslu á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Við fjárfestum í lífeldsneyti og hátæknilausnum eins og vetnisknúnum skipum, SeaShuttle, til að minnka umhverfisáhrif og setja ný viðmið í ábyrgum flutningum.

Með því að vinna með Samskipum eru viðskiptavinir hluti af okkar vegferð að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Við getum unnið með þínu fyrirtæki að ná eigin sjálfbærnimarkmiðum með því að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar.

Við trúum því að raunveruleg sjálfbærni náist aðeins með samvinnu. Þess vegna tökum við alla virðiskeðjuna með í vegferð sjálfbærninnar.

Viðskiptavinir geta treyst því að við sinnum sjálfbærnimálum af fullri alvöru og alúð.

Við vinnum eftir reglum Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) og European Sustainabiity Reporting Standards (ESRS). Við leggjum áherslu á gagnsæi í allri virðiskeðjunni svo að rekstur viðskiptavina okkar sé í samræmi við reglur og sé í takt eða jafnvel á undan hvað varðar breytingar í löggjöfinni.


Stýring sjálfbærnimála innan Samskipa

Að taka skref í átt að sjálfbærri framtíð er langtímaferli fyrir hvert einasta fyrirtæki sem og krefjandi verkefni. Til að ná árangri þarf skýra stefnu, forgangsröðun og skýra sýn á það sem skiptir raunverulega máli.

Hjá Samskipum byggir sjálfbærnistarf okkar á vandaðri greiningu og samráði við hagsmunaaðila. Við höfum unnið með fjölbreyttum hópi fólks til að svara grundvallarspurningunni: Hvað skiptir okkur mestu máli?
Með innsýn þessa hóps höfum við skilgreint helstu forgangsmál og erum staðráðin í að taka til aðgerða sem skapa raunveruleg áhrif um alla virðiskeðjuna.

Hvernig við stýrum sálfbærninni innan fyritækisins er endurskoðað árlega af EcoVadis – alþjóðlegum sérfræðingum í sjálfbærnimati. Útfrá þessum úttektum fáum við dýrmætar upplýsingar sem við nýtum til að bæta okkur stöðugt. Með því að setja metnaðarfull markmið og með því að hafa skýra framtíðarsýn erum við ekki aðeins að undirbúa okkur fyrir framtíðina, heldur erum við að móta sjálfbæra starfsemi hér og nú.
Þegar fyrirtæki velur Samskip nýtur það góðs af okkar skuldbindingum í átt að því að draga úr umhverfisáhrifum, standa vörð um mannréttindi og virðingu í vinnuumhverfi, og tryggja ábyrgar innkaupavenjur.

Við skuldbindum okkur því að styðja við viðskiptavini okkar inn í framtíð þar sem sjálfbærni gegnir lykilhlutverki. Með því að stefna að kolefnishlutleysi (Net-Zero) fyrir árið 2040, markmið samþykkt samkvæmt viðmiðum Science Based Targes Initiative (SBTi) vinnum við að því að samþætta sjálfbærni í allt sem við gerum. Þetta þýðir að þegar fyrirtækiv vinnur með okkur nýtur það góðs af fjölþættu, skilvirku flutninganeti/kerfi sem leggur áherslu á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Við fjárfestum í lífeldsneyti og hátæknilausnum eins og vetnisknúnum skipum, SeaShuttle, til að minnka umhverfisáhrif og setja ný viðmið í ábyrgum flutningum.


Hvað er það sem knýr okkur áfram í sjálfbærninni má sjá í nýjustu tvöföldu mikilvægisgreiningu okkar. Þessi tafla sýnir niðurstöðurnar og þá þætti sem skipta okkur mestu máli. Við lítum ekki eingöngu á jörðina og fólkið sem eitthvað sem við getum haft áhrif á, heldur líka sem málefni sem hafa fjárhagsleg áhrif á okkar starfsemi. Þessi hugsun kallast tvöföld mikilvægisgreining (e. double materiality assessment) og hjálpar okkur að skilja bæði hvernig umhverfið hefur áhrif á okkur og hvernig við höfum áhrif á umhverfið.

Við fylgdum opinberum leiðbeiningum EFRAG í ferlinu, sem tryggir að vinna okkar sé í samræmi við nýjar evrópskar reglur.

Fjárhagsleg mikilvægisgreining:
Metur hvernig ytri sjálfbærniþættir hafa áhrif á fjárhagslega afkomu og langtíma virðissköpun fyrirtækis
.

Áhrif mikilvægisreiningar:
Skoðar hvernig starfsemi fyrirtækisins hefur áhrif á umhverfið, samfélagið og hagsmunaaðila.

❯❯ Hvað: Að draga úr loftmengun sem myndast við starfsemi okkar
❯❯ Undirflokkur: Loftmengun
❯❯ Helstu mælikvarðar: Staðbundin loftmengun (losun sem ekki er gróðurhúsalofttegund)



3. Stjórnarhættir: Ábyrgir viðskiptahættir

❯❯ Hvað: Að efla siðferðilegan, aðgengilegan og sjálfbæran vinnustað og tryggja fylgni við reglur og stefnur
❯❯ Undirflokkur: Fyrirtækjamenning, spilling og mútur
❯❯ Helstu mælikvarðar (KPI's): Fjöldi uppljóstrunar mála


❯❯ Hvað: Að staðfesta öryggi starfsfólks og styðja við andlega og líkamlega vellíðan þess
❯❯ Undirflokkur: Heilbrigði og öryggi, jafnvægi milli vinnu og einkalífs
❯❯ Helstu mælikvarðar (KPI's): Hlutfall birgja sem skuldbinda sig til gilda okkar í gegnum þátttöku hvað varðar samfélagsábyrgð


❯❯ Hvað: Að tryggja öryggi starfsfólks og styðja við andlega og líkamlega vellíðan þess
❯❯ Undirflokkur: Heilbrigði og öryggi, jafnvægi milli vinnu og einkalífs, félagsleg samskipti
❯❯ Helstu mælikvarðar (KPI's): Starfsánægja


❯❯ Hvað: Aðgerðir til að draga úr kolefnislosun og umhverfisáhrifum
❯❯ Undirflokkur: Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, orka
❯❯ Helstu mælikvarðar (KPI's): Nettó núll kolefnislosun árið 2040


Kynntu þér Samskip í gegnum UFS (ESG) málefnin

Við erum staðráðin í að hafa jákvæð og varanleg áhrif á umhverfið með markvissum og þýðingarmiklum aðgerðum. Sjálfbærnimarkmið okkar beinast að því að draga úr losun, ryðja brautina fyrir hreinni flutningslausnir og efla menningu ábyrgðar.
Uppgötvaðu hvernig metnaðarfull markmið leiða okkur í átt að enn sjálfbærari framtíð, fyrir bæði þitt fyrirtæki og jörðina okkar.

  • Umhverfið (e. Environment)
  • Fólk og félagslegir þættir (e. Social)
  • Stjórnarhættir (e. Governance)


Umhverfi: Jörðin okkar

Við erum staðráðin í að hafa varanleg og jákvæð áhrif á umhverfið með markvissum og þýðingarmiklum aðgerðum. Sjálfbærnimarkmið okkar beinast að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, leiða þróun hreinni flutningslausna og byggja upp menningu ábyrgðar.

Kynntu þér hvernig metnaðarfull markmið móta sjálfbærari framtíð, fyrir bæði þitt fyrirtæki og plánetuna okkar.

Fimm skip okkar, sem eru knúin 100% lífeldsneyti, hafa gert okkur kleift að draga úr CO2e losun skipanna um áætlað 24% (samanborið við staðfesta 23,8% minnkun árið 2023). Hlutfall endurnýjanlegrar orkunotkunar (þar á meðal lífeldsneyti úr sjó, HVO100 lífeldsneyti, græns rafmagn á skrifstofum og í lestum) nemur samtals 21%. (Upplýsingar eiga við Samskip í heild sinni).

Minnkun CO₂-fótspors um 20% árið 2025
Skilvirkari leiðakerfi og ferðaáætlun með snjallhugbúnaði
Fókus á samgöngumáta í átt að skilvirkari samgöngumáta eins og járnbrautum og innanlandsflutningum Aukin notkun lífeldsneytis bæði fyrir sjóflutninga og vegaflutninga.

Minnkun CO₂-fótspors um 50% árið 2030
· Núll-losun flutningar með nýjustu vetnisskipum
· Kolefnisbinding í skipum okkar
· Tenging við rafmagn í landi til að draga úr notkun dísilvéla
· Aukin notkun (rafmagns)lestartenginga
· Lág- til núll-losunar flutningar með rafbílum og notkun HVO lífeldsneytis

Kynna til leiks skip með núll kolefnislosun fyrir árið 2025
Við munum kynna fyrsta skip heims sem knúið er að fullu með vetni en tvö SeaShuttle skip eru í smíði og stefnt að séu tilbúin í lok árs 2025.

Kynna til leiks skip með algjöri núll kolefnislosun fyrir árið 2030
Tvöföldun fjölda skipa með núll útblástur frá árinu 2025.

Ná núll kolefnislosun fyrir árið 2040
Algjör og heildræn umbreyting á neti okkar
Byggja á orkusparandi fjölþætta netinu okkar, knýja það áfram með fjölbreyttum valkostum orkugjafa eins og grænu vetni og endurnýjanlegri raforku.

Gullverðlaun EcoVadis fyrir árið 2023 og 2024
· Bætt skýrslugerð
· Innleidd ítarleg mælaborð fyrir lykil mælikvarða (KPI)
· Þróuð alhliða aðferðafræði til að meta kolefnisfótspor

Samskip Multimodal hlaut platínum vottun EcoVadis 2025
· Uppfærðar stefnur og siðareglur með sérstökum lykil markmiðum
· Stækkuð mælaborð fyrir lykil mælikvarða.
- Innleidd vísindalega studd markmið til að ná markmiðinu um nettó núll losun árið 2040
· Styrkt ferlið við gagnasöfnun til að bæta nákvæmni og rekjanleika

Minnkun tómgáma aksturs um 10% fyrir árið 2025
Með því að nota snjall flutningsstjórnunarkerfi munum við halda áfram að draga úr tómum gámum í kerfi okkar. Vinningur fyrir alla, bæði viðskiptavini, umhverfið og okkur.


Kolefnisreiknivél
Kolefnisútreiknivélin gerir þér kleift að fylgjast með umhverfislegum ávinningi af því að nota fjölþættar flutningslausnir Samskipa. Berðu saman minni losun þjónustu okkar við hefðbundnar flutningsaðferðir og sjáðu hvernig val þitt stuðlar að sjálfbærari framtíð.


Science Based Targets Initiative (SBTi)

Við erum stolt af því að vera meðal 4.000 fyrirtækja sem grípa til afgerandi aðgerða til að byggja upp kolefnishlutlaust hagkerfi. Markmið okkar um samdrátt í losun hafa verið sjálfstætt sannreynd af SBTi, og við vinnum með sérfræðingum í loftslagsmálum að því að setja metnaðarfull og vísindalega studd markmið sem ná yfir alla starfsemi okkar, þar með talið siglingastarfsemi.

Kynntu þér vegferð okkar að kolefnishlutleysi fyrir árið 2040, sem er 10 árum á undan meðaltali greinarinnar.


Skuldbinding okkar til sjálfbærni: Að núll losun árið 2040

Með því að minnka losun CO₂ árlega stefnum við að því að ná núll losun fyrir árið 2040. Minnkun er borin saman við grunnlínu ársins 2020.


Kolefnishreinsun Samskipa

Við förum lengra en hefðbundnar, fjölþættar flutningslausnir með því að nýta sérþekkingu okkar á vistvænum orkugjöfum til að velja réttu orkulausnina fyrir hverja leið og hverja ökutækjategund.

Við höfum fært fimm skip yfir á 100% lífeldsneyti, vottað af ISCC og fengið úr sjálfbærum uppruna. Þetta skilar allt að 89% samdrætti í CO₂-losun*. (Á við Samskip í heild).

Við aukum notkun HVO lífeldsneytis í vöruflutningum á vegum. Þetta úrgangs framleidda eldsneyti er sérstaklega valið með tilliti til þess að tryggja að það keppi hvorki við matvælaframleiðslu né stuðli að skógareyðingu.

Við erum brautryðjendur í þróun vetnisknúinna flutningaskipa og stefnum að fyrstu siglingu árið 2026 – stórt skref í átt að kolefnishlutleysi. Vetnisskip sem munu sigla milli Rotterdam og Noregs.

Frá og með árinu 2023 kom 24% af rafmagni sem notað er á skrifstofum okkar og í lestarsamgöngum úr endurnýjanlegum orkugjöfum – sem er 3% aukning frá fyrra ári. Þetta framtak styrkir stöðu Samskipa sem leiðandi aðila í sjálfbærum flutningslausnum um alla Evrópu.


Markmiðin okkar fyrir heildarsamsteypu Samskipa


Fjölþátta flutningar: Grænni flutningskostur

Minnkun kolefnisfótspors Samskipa

Með miklu framtaki í umhverfismálum hafa Samskip minnkað kolefnisfótspor um 10,24% milli 2023 og 2024.

Sjálfbærari lausnir fyrir viðskiptavini

Við vinnum markvisst að því að minnnka kolefnisfótspor í flutningum okkar og þannig styðjum við virðiskeðju viðskiptavina okkar. Þar leggjum við áherslu á að nýta umhverfisvæna orku, til dæmis rafmagn og lífeldsneyti, og bjóðum upp á strandsiglingar, sem gerir sjálfbært val auðveldara en nokkru sinni fyrr.

Ágústa Hrund Steinarsdóttir

Forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar
S: 666-1777

Senda tölvupóst