Arnarfell í óhappi í Kílarskurði

Aðfaranótt fimmtudagsins 3. mars sigldi vélarvana og stjórnlaust skip á Arnarfellið, eitt af áætlunarskipum Samskipa, er það var á leið sinni frá Cuxhaven til Aarhus um Kílarskurðinn.

Engan í áhöfn Arnarfells sakaði og allur  farmur skipsins er óskemmdur. 

Við skoðun á Arnarfellinu kom í ljós að það mun þarfnast viðgerðar og því þarf að losa allan farm frá borði í Aarhus.  Verið er að leita leiða til að fá annað skip til að leysa Arnarfellið af hólmi á meðan viðgerð stendur, en ljóst er að tafir verða á siglingaáætlun Samskipa.

Við hvetjum viðskiptavini Samskipa til að fylgjast með fréttum hér á vefnum og á þjónustuvef, þar sem nýjustu upplýsingar verða settar inn um leið og þær liggja fyrir.