Dreifing um páskana

Nú styttist í páskagleðina en akstur verður með hefðbundnum
hætti næstu vikur hjá okkur með örlitlum breytingum.  Okkur er mikið í mun
að þínar sendingar skili sér á tíma en til þess að það geti gerst þurfum við að
hjálpast að. 
Bíll Samskipa á ferðinni

Síðasta ferð fyrir páskafrí frá Reykjavík verður farin á
miðvikudaginn. 

Ef þú ert með sendingu sem er að fara til áfangastaða utan
helstu þéttbýliskjarna sem ekki er dreift til samdægurs og vilt að sendingin
þín nái fyrir páska þurfum við að fá hana til okkar á þriðjudaginn. Í helstu
þéttbýliskjörnum verður sendingum sem berast á miðvikudeginum dreift á skírdag
eins og um laugardagsdreifingu sé að ræða.  Engin dreifing verður utan
Reykjavíkur á laugardegi fyrir páska. Dreifing verður frá vörumiðstöðinni í
Reykjavík á skírdag og laugardeginum fyrir páskadag.