Skemmtilegt kynningarmyndband

Með Greenbridge, sameiginlegu framtaksverkefni Samskipa Multimodal og  Intercombi Transport and Logistics, er fram komin ný nálgun á flutninga milli Tyrklands og Evrópu. Greenbridge sendi nýverið frá sér skemmtilegt kynningarmyndband þar sem dæmi er tekið um flutning á hjólbörðum, í fjölþátta flutningskerfi fyrirtækjanna.

Á framleiðslustað í Kocaeli í Tyrklandi er hjólbörðunum komið fyrir í gámum og þeir svo fluttir í höfnina í Istanbul. Þaðan fara þeir án tafar um borð í ekjuskip til Trieste í Ítalíu. Þar fara gámarnir í lest á lestarstöð Samskipa í Duisburg í Þýskalandi, miðstöð lestarflutninga þaðan sem alls konar varningur er sendur vítt og breitt um Evrópu.

Gámurinn með hjólbörðunum fer með lest til Katrineholm í Svíþjóð og með flutningabíl til bílaframleiðandans sem setur saman draumakerruna fyrir fólk.

Hægt er að skoða, eða deila myndbandinu, með því að nota hlekkinn sem hér fer á eftir: https://youtu.be/LwRbqE0btRU

Greenbridge kynningarmyndband

 

Skjáskot úr kynningarmyndbandi Greenbridge