Hagdeild hlýtur viðurkenningu
Samskip hf fengu sl. þriðjudag viðurkenningu fyrir framsækni og hollustu við notkun á hugbúnaði frá þjónustufyrirtæki sínu, WMD Scandinavia. Hugbúnaður þessi heldur utan um ósamþykkta reikninga og er áfastur SAP.
Samskip hf hafa notað þennan hugbúnað, xFlow, frá árinu 2006 og hafa því tekið þátt í þróun og uppbyggingu hans í 9 ár. Fulltrúar hagdeildar sóttu ráðstefnu í Hörpu á vegum WMD Scandinavia þar sem viðurkenningunni var veitt móttaka. Þau hlutu listaverk eftir hinn danska Sören Parmo sem er einn af fremstu nútímalistamönnum Danmerkur. Við óskum þeim innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.