Heimsmeistarar í siglingu á sólarrafhlöðubátum
Við sögðum ykkur nýverið frá liði háskólanema frá Delft sem tóku þátt í siglingakeppni á bátum sem eru knúnir sólarorku. Nú um helgina gerðu þau sér lítið fyrir og unnu keppnina og eru því heimsmeistarar í siglingu á opnu hafi á sólarrafhlöðubát.
Í lok mánaðarins vonast þau til að slá heimsmetið í að sigla yfir Ermasund, frá Calais í Frakklandi til Dover í Englandi. Við óskum liðinu góðs gengis!
Samskip er stoltur styrktaraðili liðsins. Sjá nánar hér:https://solarboatteam.nl/