Miklar seinkanir vegna veðurs

Horst B, sem var áætlað til Reykjavíkur 22. desember (ferð 1450 HBB) mun ekki ná til Reykjavíkur fyrir jól vegna slæms veðurs. 

Allar sendingar frá Immingham og Rotterdam verða lestaðar í Helgafell, sem er væntanlegt til Reykjavíkur á aðfangadag (ferð 1450 HEG).

Helgafell verður losað mánudaginn 29. desember.

Gera má ráð fyrir seinkun hjá Arnarfelli vegna veðurs í næstu viku.  Nánari upplýsingar verða gefnar á mánudag.