Öll undir einu merki

Í dag 17. október sameinast öll starfsemi Samskipa á Íslandi undir nafni Samskipa. Þar á meðal er öll starfsemi sem áður var undir nafni (merki) Landflutninga.

Samskip bjóða viðskiptavinum heildstæðar flutningslausnir á landi og sjó.  Við erum eitt fyrirtæki og með breytingunni skerpum við áherslur á heildar flutningaþjónustu, einföldum viðmót og tryggjum að við komum allsstaðar fram á sama hátt.  Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar bestu mögulegu þjónustu.  Samskip einsetja sér að vera í fararbroddi í flutningum.  Samhliða sameiningu starfseminnar undir einu nafni munum við áfram leita leiða til að efla starfsemi okkar og uppfylla enn betur væntingar viðskiptavina.