Samskip á leið til sjálfbærni

Aukin umferð um vegi og hraðbrautir í Evrópu og fyrirsjáanlegur skortur á eldsneyti hefur aukið kostnað við flutninga á vegum.

Samskip hafa lagt sitt af mörkum við að bjóða umhverfisvænni lausnir fyrir viðskiptavini með því að nýta aðra flutningsmáta og voru t.d. fyrst til að taka aftur upp strandsiglingar hér á Íslandi í byrjun árs 2013 sem hlotið hafa góðar viðtökur um land allt. 

 
Samskip í Evrópu nýta margvíslega flutningsmáta, m.a. lestir og pramma og hefur félagið útbúið meðfylgjandi myndband til að kynna þær lausnir sem félagið býður upp á á meginlandinu.

Smelltu hér til að skoða myndbandið.