Samskip kaupa 200 nýja og fullkomna frystigáma

Í sumarbyrjun taka Samskip á móti 200 nýjum frystigámum. Um er að ræða gáma með nýjasta og fullkomnasta kæli- og frystibúnaði sem völ er á.

Þeir eru smíðaðir í gámaverksmiðju Maersk í kínversku borginni Qingdao. Nýju gámunum er meðal annars ætlað að mæta aukinni eftirspurn eftir þjónustu Samskipa vegna útflutnings á íslenskum sjávarafurðum. Um töluverða fjárfestingu er að ræða en hver gámur kostar allt að tveimur milljónum króna. Líftími hvers gáms er 10 til 12 ár. Fyrir eru um 1000 frystigámar í flota Samskipa