Samskip kynna breytta áætlun og verklag við afhendingu sendinga á Norðausturlandi.

Frá og með 1. september verða eftirfarandi breytingar gerðar við áætlun og afhendingu sendinga á Norðausturlandi, eða fyrir Kópasker, Raufarhöfn, Bakkafjörð og Vopnafjörð.

 

Stærri sendingar og fyrirtæki.
Brottför frá Akureyri kl. 08.00 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.

Bílstjóri afhendir vörur í fyrirtæki. 

 

Smærri sendingar - einstaklingar
Brottför frá Akureyri kl. 08.00 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.

Komutilkynning verður send samdægurs til að láta vita að vara sé væntanleg. Bílstjóri er einnig með yfirlit yfir vörur og hringir í viðskiptavini þegar hann er kominn áfangastað.

Ef viðtakandi getur ekki tekið við vörunni verður hún skilin eftir á Þórshöfn eða Húsavík.

Móttaka á vörum frá þessum stöðum verður unnin í samstarfi við bílstjóra eða afgreiðslur á Þórshöfn eða Húsavík.

Vöruafhending á Kópaskeri milli 10:30 og 11:00
Vöruafhending á Raufarhöfn milli 11:45 og 12:15
Vöruafhending á Bakkafirði milli 14:45 og 15:15
Vöruafhending á Vopnafirði á milli 16:00 og 16:30

Vöruafgreiðsla Samskipa á Húsavík – Sími 458 8980

Opnunartími afgreiðslunnar á Húsavík er frá kl. 08.00-16.00 alla virka daga fyrir móttöku og afhendingu vöru.

Vöruafgreiðsla Samskipa á Þórshöfn – Sími 468 1209

Opnunartími afgreiðslunnar á Þórshöfn er frá kl. 08.00-16.00 alla virka daga fyrir móttöku og afhendingu vöru.