Samskip myndarlegur stuðningsaðili siglingastarfsins á Akureyri.

Óskar Jensson svæðisstjóri Samskipa á Norðurlandi og Rúnar Þór formaður Nökkva siglingaklúbbs undirrituðu samstarfssamning í  afmælisfagnaði Nökkva þann 8.okt sl.

Óskar Jensson svæðisstjóri Samskipa á Norðurlandi og Rúnar Þór formaður Nökkva siglingaklúbbs undirrituðu samstarfssamning í  afmælisfagnaði Nökkva þann 8.okt sl. Samningurinn kveður á um flutninga á bátum klúbbsins en  jafnframt fær klúbburinn 40 feta gám að gjöf frá Samskipum. Nökkvi merkir báta klúbbsins Samskipum og tekur á móti starfsfólki þeirra á opnum degi í klúbbnum.  Fyrsti gámurinn var fluttur á Íslandsmótið í Hafnarfirði síðastliðið sumar og hér má sjá glaðbeitta Íslandsmeistara og verðlaunahafa Nökkva að þeirri för lokinni.