Tilboð í smíði og rekstur Vestmannaeyjaferjunnar
Í gær voru opnuð tilboð í smíði og rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Samskip voru þar meðal bjóðenda.
Alls bárust 12 tilboð frá jafn mörgum skipasmíðastöðvum í smíði ferjunnar. Þá bárust 6 tilboð frá 3 aðilum í smíði og rekstur ferju í svokallaðri einkaframkvæmd, tilboð Samskipa var þar á meðal. Tilboðin í smíði voru á verðbilinu 3,0 til 4,8 milljarðar króna og tilboð í smíði og rekstur voru á verðbilinu 7,1 til 10,6 milljarðar króna.
Af þessari niðurstöðu og reglum útboðsins má nú ætla að gengið verði að tilboði um smíði ferju en rekstur ferjunnar verði boðinn út sérstaklega í öðru útboði. Samskip búa yfir 20 ára reynslu af ferjurekstri á Íslandi og sýna því mikinn áhuga að halda slíkum rekstri áfram.