Vaktavinna tekin upp á hafnarsvæði í Reykjavík

Þann 6. janúar síðastliðinn urðu þær breytingar á vinnufyrirkomulagi á hafnarsvæði að teknar voru upp vaktir. Unnið verður á tvískiptum vöktum við losun og lestun áætlunarskipa. 

 

Losun á Samskip Skálafell hófst kl 16:00 s.l. sunnudag og stóð til miðnættis í stað þess að áður hefði sú vinna hafist á mánudagsmorgni.

Þetta breytta vinnulag flýtir afhendingartíma vöru og tryggir framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina okkar.