Vettvangsferð í M.S Helgafell

Nemendur af vélstjórnarbraut Fjölbrautarskóla Suðurnesja fóru á dögunum í vettvangsferð á M.S Helgafell. 
Hjörtur B. Björnsson og Blængur Blængsson tóku vel á móti hópnum og sýndu þeim skipið.

Í frétt á vef Fjölbrautarskóla Suðurnesja segir að hópurinn hafi skoðað vélabúnað skipsins, rafstöðvar, síur, hreinsibúnað og fleira. Nemendur fengu að skoða þann aðbúnað sem er í boði á skipinu og fannst þeim sérstaklega eftirtektarvert hvað allt var snyrtilegt og umgengni góð, Samskipum til sóma.

Nemendur og kennarar voru ánægðir með skemmtilega og fróðlega heimsókn og töluðu sérstaklega um að hafa fengið frábærar móttökur um borð.