Við gefumst ekki upp þó móti blási
Þrátt fyrir vonsku veður og glímutök Veturs konungs, komst gámur
fullur af græjum til Ísafjarðar í tæka tíð fyrir „aldrei fór ég suður“
tónlistarhátíðina.
Þrátt fyrir vonsku veður og glímutök Veturs konungs, komst gámur fullur af græjum til Ísafjarðar í tæka tíð fyrir „aldrei fór ég suður“ tónlistarhátíðina. Það þótti táknrænt að skipið sem flutti hljóðkerfið vestur heitir Pioneer Bay en margir muna einmitt eftir hljómflutningstækjum sem hétu þessu góða nafni. Brautryðjandinn er einnig gott nafn á skipi sem fer sína fyrstu ferð á ströndina á leið sinni yfir hafið og kemur þannig landsbyggðinni í alfaraleið. Það var hryssingslegt um að litast á Ísafirði þegar skipið lagði að, en aðstandendur hátíðarinnar þeir Jón Þór rokkstjóri og Hálfdán Bjarki brosa út í bæði með okkar konu á Ísafirði.
Lesa má grein um ferðina á http://www.aldrei.is/