Áætlun heldur þótt tvö skip fari í slipp

Tvö skip Samskipa, Arnarfell og Helgafell, eru á leið í slipp í næsta mánuði þar sem settur verður upp í þeim útblásturshreinisbúnaður, svokallaðir „scrubberar“. Siglingaáætlun til og frá Íslandi raskast ekki þótt ráð sé fyrir gert að hvort skip verði frá í um þrjár vikur, því önnur skip hlaupa í skarðið á meðan.

Tvö skip Samskipa, Arnarfell og Helgafell, eru á leið í slipp í næsta mánuði.

Byrjað verður á Arnarfelli sem fer til Danmerkur í slipp frá Rotterdam 3. febrúar næstkomandi þar tekur Samskip Endurance við siglingunni á meðan og tekur yfir áætlun Arnarfells og síðar Helgafells.

Síðan er gert ráð fyrir að Helgafellið fari í slipp 24. febrúar líkt og Arnarfellið.

Einu áhrif þessara tilfærslna verð á siglingar meðfram ströndinni, en þar dettur út ein vika um mánaðamótin janúar/febrúar.