Afkoman kynnt á starfsmannafundi
Rekstrartekjur Samskipa-samstæðunnar voru 624,8 milljónir evra (ISK 91 milljarður) á síðasta ári, 7,7% hærri en árið 2014.
Örðugleikar í lestarkerfum í Evrópu höfðu áhrif á afkomu samstæðunnar á síðasta ári. Hagnaðurinn nam 9,0 milljónum evra (ISK 1,3 milljarðar) en hann var 9,9 milljarðar árið á undan.
Þetta var meðal þess sem kom fram á starfsmanna fundi í hádeginu í dag, 7. júní, þar sem Pálmar Óli Magnússon fór yfir helstu kennitölur í rekstri Samskipa-samstæðunnar á síðasta ári. Að fundinum loknum var afkomutilkynning samstæðunnar send fjölmiðlum.