ÁFRAM ÍSLAND! · EM kvenna 2024
Samskip hafa verið samstarfsaðili HSÍ, Handknattleikssambands Íslands, frá árinu 1998 og því verið öflugur bakhjarl íslensku landsliðanna í tæp 26 ár!
Íslenska kvennalandsliðið leikur á EM 2024 dagana 29. nóvember til 15. desember þar sem leikið verður í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss. Riðill Íslands verður leikinn í Innsbruck í Austurríki og við taka svo milliriðlar og úrslit.
Fyrsti leikurinn hjá landsliðinu fer fram á morgun föstudag kl. 17:00 gegn Hollandi.
Við sendum íslenska handboltalandsliðinu okkar góða strauma og hvetjum stelpurnar áfram á EM!