Árlegt jólaboð Samskipa haldið í Hörpu
Mikill fjöldi viðskiptavina og starfsfólks tók smá forskot á
aðventuna með Samskipum í Hörpu síðastliðinn föstudag.
Jóladjamm með Baggalúti
Baggalútur kom óvænt fram og lék nokkur af sínum frábæru lögum. Hápunkturinn var án efa þegar Jóhanna Guðrún tók lagið Mamma þarf að djamma við góðar undirtektir viðstaddra. Raunar var það svo að Ásbjörn Gíslason forstjóri reið á vaðið og í lok ræðu sinnar þar sem hann bauð gesti velkomna gerði hann mjög svo heiðarlega tilraun til að syngja eitt af lögum Baggalúts. Allt fór það vel þar sem liðsmenn Baggalúts komu honum til bjargar.
Jólaboð Samskipa er orðin fastur punktur í aðdraganda jólanna. Þar gefst starfsfólki og viðskiptavinum tækifæri til að hittast og njóta veitinga og kynnast betur. Boðið var að þessu sinni haldið í Hörpu og heppnaðist í alla staði vel. Eins og sjá má af myndunum var gleðin við völdin og jólaandinn til staðar.