Arnarfell og Helgafell í reglubundið viðhald
Arnarfell eitt áætlunarskipa Samskipa, fer í reglubundið viðhald í Rotterdam dagana 30.8 – 2.9.2016. Þess vegna mun Arnarfell einungis lesta gáma til útflutnings til Immingham, Rotterdam og Cuxhaven.
Einnig mun skipið aðeins lesta gáma til Íslands í Immingham, Rotterdam og Cuxhaven. Samskip Skaftafell mun þess í stað lesta gáma í Aarhus og Varberg sem fara til Kollafjarðar í Færeyjum og Reykjavikur.
Þá mun Helgafellið fara í samsvarandi reglubundið viðhald í Rotterdam dagana 6.9 – 9.9.2016. Helgafell lestar því einungis gáma til útflutnings til Immingham, Rotterdam og Cuxhaven og lesta gáma til Íslands í Immingham, Rotterdam og Cuxhaven. Maria P mun í staðinn lesta gáma í Aarhus og Varberg sem fara til Kollafjarðar og Reykjavikur.
Viðskiptavinir eru beðnir að athuga að breytt áætlun hefur áhrif á lokunartíma í Aarhus. Allar nánari upplýsingar veitir starfsfólk Samskipa í síma 458-8000
Hér er hægt að sjá ofangreindar breytingar á siglingaáætlun.