Ásbjörn fékk Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi
Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, fékk Stjórnunarverðlaun
Stjórnvísi í gær. Það var forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson sem
afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Turninum að viðstöddu miklu
fjölmenni.
Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, fékk Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi í gær. Það var forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson sem afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Turninum að viðstöddu miklu fjölmenni.
Því miður gat Ásbjörn ekki verið viðstaddur, hann er við störf erlendis. Bára Mjöll Ágústsdóttir og Auður Þórhallsdóttir úr mannauðsdeild tóku við verðlaununum fyrir hans hönd og brugðu á það ráð að hafa Ásbjörn meðferðis í myndrænu og skemmtilegu formi. Þær fluttu ræðu fyrir hönd Samskipa og þökkuðu þann mikla heiður sem Ásbirni og starfsfólki hans er sýndur með þessum flottu verðlaunum.
Við óskum forstjóra okkar innilega til hamingju með heiðurinn og hvetja þau okkur til að halda áfram á sömu braut undir hans forystu!