Komutímar Arnarfells og Horst B

Arnarfelli (1447 ARN) og Horst B (1447 HBB) hefur seinkað á leið til landsins vegna slæms veðurs.

Arnarfellið (ferð 1447 ARN) er væntanlegt til Reykjavíkur um miðnætti í kvöld og hefst vinna við skipið strax við komu.

Útlit er fyrir að Horst B (ferð 1447 HBB) komi til Reykjavíkur að kvöldi laugardags 6. desember og hefst vinna við skipið um leið og mögulegt er.  Gangi þetta eftir má gera ráð fyrir að Horst B verði á Akureyri um miðja næstu viku.

Veðurspá gerir ráð fyrir áframhaldandi slæmu veðri og því hvetjum við viðskiptavini til að fylgjast einnig með hér á vefnum ef frekari breytingar verða á.