Landflutningar og Samskip á Fiskideginum mikla á Dalvík
Fiskidagurinn mikli var haldinn á laugardaginn á Dalvík. Landflutningar og Samskip hafa um árabil
styrkt viðburðinn og þetta árið var engin undantekning.
Fiskidagurinn mikli var haldinn á laugardaginn á Dalvík. Mikill fjöldi heimsótti bæinn og naut skemmtilegrar dagskrár og gæddi sér á fiski sem í boði var. Er hátíðin alltaf jafn vinsæl eins og sést á meðfylgjandi myndum og ekki spillti veðrið fyrir. Landflutningar og Samskip hafa um árabil styrkt viðburðinn og þetta árið var engin undantekning, enda gaman að taka þátt í verkefnum af þessu tagi. Á starfsfólk okkar fyrir norðan hrós skilið fyrir glæsilega umgjörð.