Nú líður að lokum aðlögunartímabils vegna Brexit
Við hjá Samskipum viljum tryggja að viðskiptavinir félagsins verði fyrir sem minnstu raski vegna breytinga tengdum Brexit, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (ESB) og þar með samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES), sem Ísland er aðili að.
Aðlögunartímabili Bretlands vegna Brexit lýkur 31. desember 2020. Náist ekki sérstakir samningar um annað fyrir þann tíma verður Bretland skilgreint sem þriðja ríki gagnvart ESB og EES frá 1. janúar 2021.
Það þýðir að sami háttur verður á innflutningi eftirlitsskyldra afurða frá Bretlandi og er á öðrum innflutning frá öðrum þriðju ríkjum. Búfjár- og sjávarafurðir verða því ekki lengur í frjálsu flæði á milli Bretlands og EES og þar með til Íslands. Um leið verða breytingar á ýmsum reglum varðandi inn- og útflutning sem mikilvægt er að allir sem stunda viðskipti við Bretland kynni sér.
Skilyrði tengd dýraafurðum og matvælum er að finna á vef MAST (www.mast.is) og almennar upplýsingar um tollamál er að finna á vef Skattsins (www.tollur.is).
Til hægðarauka er hér líka hlaupið á helstu breytingum.
Innflutningur dýraafurða
Sérstakrar skráningar er þörf fyrir dýraafurðir og ýmsar vörur sem eru háðar breytilegum reglum. Slíkar vörur þurfa að koma frá viðurkenndri starfsstöð í Bretlandi og fara í gegn um viðurkennda starfsstöð á Íslandi. Almennt er Bretland vel sett í þessum málum, þar sem landið uppfyllir reglur Evrópusambandsins. Þá auðveldar alla þjónustu að í Kjalarvogi í Reykjavík eru Samskip með viðurkennda landamæraeftirlitsstöð.
Helstu vöruflokkar sem um ræðir eru: Búfjár- og sjávarafurðir, fóður úr dýraafurðum (gæludýrafóður þar með talið), og ýmsar afurðir úr jurtaríkinu, svo sem hnetur, krydd og ávextir, ásamt ýmsum afurðum sem háðar eru breytilegum reglum.
Innflytjandi á Íslandi þarf að tilkynna sendingu til MAST að minnsta kosti sólarhring fyrir komu til landsins. Skráning fer fram í tilkynningakerfinu TRACES (Trade Control and Expert System).
Plöntur
Reglur um innflutning plantna eru ekki hluti af EES samningum, en um slíkan innflutning gilda sérstakar íslenskar reglur, sem breytast ekki við Brexit. Kartöflur sæta plöntueftirliti við innflutning.
Útflutningur dýraafurða
Afurðir sem fluttar eru frá Íslandi til Bretlands þurfa að uppfylla skilyrði breskra yfirvalda, en til stendur að innleiða þær í þremur þrepum.
1.janúar 2021:
Litlar breytingar verða á útflutningi áhættulítilla dýraafurða. Tollafgreiðsla verður með venjulegum hætti og innflytjendum í Bretlandi ekki gert að forskrá sendingar. Ekki verður um formlegt landamæraeftirlit að ræða vegna þessa varnings.
Meiri breytingar eru vegna dýraafurða í sérstökum áhættuflokki, t.d. eggjahvítu, lifandi dýra, kímiefna og erfðaefnis. Innflytjendur í Bretlandi þurfa þá að forskrá afurðir a.m.k. einum virkum degi fyrir komu skips. Skráð er í IPAFFS (Import of Products, Animals, Food and Feed System). Vegna aukaafurða í áhættuflokki 1 og 2 skal fyrir fram sækja um leyfi hjá DEFRA og forskrá sendingu í IPAFFS. Heilbrigðisvottorð þarf að fylgja.
1. apríl 2021
Við bætist að allar dýrafurðir skulu skráðar og vottaðar. Heilbrigðisvottorð þarf að fylgja öllum sendingum með dýraafurðum (nota skal ESB vottorð) og innflytjandi í Bretlandi þarf að skrá í IPAFFS kerfið. Skrá þarf sendingu í síðasta lagi einum virkum degi fyrir komu til Bretlands. Ekki er tekið upp landamæraeftirlit.
1. júlí 2021
Nú eiga allar dýraafurðir að berast á samþykkta landamæraeftirlitsstöð. Landamæraeftirlit er tekið upp og vörur þurfa að fara í gegnum landamæraeftirlitsstöð (Border Control Post). Heilbrigðisvottorð skal fylgja, sérstök vottorð í stað ESB vottorða. Innflytjandi í Bretlandi skal forskrá allar sendingar IPAFFS.
Reglurnar er að finna hér á vef breskra stjórnvalda: www.gov.uk/guidance/importing-animals-animal-products-and-high-risk-food-and-feed-not-of-animal-origin-from-1-january-2021
Vörur á leið til ESB/EES með viðkomu í Bretlandi (transit)
Vörur geta eingöngu komið aftur inn á EES/ESB svæði um samþykkta landamærastöð í Evrópuríki. Fylgja þarf TRACES tilkynning (Trade Control and Expert System) og varningur fer í skjala- og auðkennaskoðun. Gjald er tekið fyrir eftirlitið á landamærum ESB.
Á vef MAST má finna nýjustu og uppfærðar upplýsingar.
- Vegna innflutnings frá ríkjum utan EES: www.mast.is/is/matvaelafyrirtaeki/inn-og-utflutningur/innflutningur-utan-ees
- Vegna útflutnings til Bretlands eftir Brexit: www.mast.is/is/matvaelafyrirtaeki/utflutningur/brexit-utflutningur-til-bretlands
Allar fyrirspurnir varðandi Brexit berist á brexit@samskip.is
The Brexit adjustment period is coming to an end
We at Samskip want to ensure that the company’s customers are affected as little as possible by Brexit related changes. Brexit is the name given to the UK’s exit from the European Union (EU) and thus the European Economic Area agreement (EEA), of which Iceland is a party.
The UK’s Brexit adjustment period ends on 31 December 2020. Unless otherwise agreed by that time, the UK will be defined as a third country vis-à-vis the EU and the EEA from 1 January 2021.
The change entails that imports of regulated products from the UK will be the same as imports from third countries. Livestock and marine products will no longer be in free movement between the UK and the EEA, and thus Iceland. At the same time, various rules regarding imports and exports will change. It is crucial for everyone doing business with the UK to acquaint themselves with the changes.
Conditions related to animal health and foods are on the MAST website (www.mast.is/en) and general customs information is on the Icelandic Tax Authority’s website (https://www.tollur.is/english/).
A summary of the changes follows.
Importing animal products
Special registration is required for animal products and various products that are subject to variable regulations. Such products must come from an authorized port in the UK and pass through an assigned port in Iceland. In general, few problems are related to the UK in these matters, as it complies with EU rules. It also makes all services easier that Samskip now operates an authorized border control station in Kjalarvogur in Reykjavík.
The main product categories are: Livestock and marine products, animal feed (including pet food), and various plant products, such as nuts, spices, and fruits.
An importer in Iceland must notify a shipment to MAST at least 24 hours before arrival in Iceland. Shipments are registered using the pan-European notification system TRACES (Trade Control and Expert System).
Plants
Rules on the import of plants are not part of the EEA agreement, though they are subject to special Icelandic restrictions. Those rules do not change with Brexit. Potatoes are subject to plant inspection upon import.
Export of animal products
Products exported from Iceland to the UK must meet specific UK requirements. See here: www.gov.uk/guidance/importing-animals-animal-products-and-high-risk-food-and-feed-not-of-animal-origin-from-1- January-2021
Transit shipments stopping in the UK on their way to the EU/EEA
Products can only re-enter the EU/EEA-area via an approved border crossing point in an EU or EEA-country. A TRACES (Trade Control and Expert System) notification must accompany all shipments, and they are subject to inspection. Shipments are subject to a border control fee.
Updated information about imports and exports is available on MAST‘s website, www.mast.is/en