Nýir hitastýrðir gámar á leiðinni

Samskip hafa fjárfest í nýjum hitastýrðum gámum sem eru á leiðinni til landsins. Þetta er einn liður í undirbúningnum fyrir makrílvertíðina. 

Þá hafa Samskip gengið til liðs við Globe Tracker en þeir eru leiðandi á sviði rafrænnar vöktunar á hitastýrðum gámum. Þeirra lausn býður upp á tvíhliða boðskipti við gámana sem einfaldar hitastýringuna og gerir vöktunina nákvæmari.

"Samskip er nýstárlegt fyrirtæki og við erum mjög ánægð með þá ákvörðun þeirra um að ganga til samstarfs við okkur" segir Don Miller, framkvæmdastjóri sölu og markaðssetningar Globe Tracker.

"Við höfum skoðað ítarlega Globe Tracker og okkur lýst mjög vel á tæknilega útfærslu, nýjungar og áherslu á viðskiptavininn" segir Danny De Koning, tæknistjóri hjá Samskipum.