Nýr samstarfsaðli á Patreksfirði

Nú um mánaðarmótin tekur B. Sturluson við akstri og þjónustu Samskipa á Suðurfjörðum Vestfjarða, Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal.  Helgi Auðunsson og hans fólk í Nönnu ákváðu að láta gott heita eftir áratuga samstarf við Samskip og þökkum við þeim fyrir gott samstarf.

B. Sturluson bætir nú þessu við í þjónustu við Samskip en fyrirtækið hefur nú í nokkur ár þjónustað okkur með akstur til og frá Stykkishólmi. Við hlökkum til frekara samstarfs við Böðvar og hans fólk. 

Myndin er af Böðvari Sturlusyni og Inga Þór Hermannsyni forstöðumanni Samskip Innanlands að handsala samninginn.