Rafrænar skráningar frá og með 1. mars

Við viljum vekja athygli á því að frá og með 1. mars munu Samskip hætta að taka á móti óskráðum og óstrikamerktum sendingum til flutnings innanlands frá Reykjavík. 

Hægt er að skrá og merkja
sendingar á einfaldan hátt:

  1. Á þjónustuvef Samskipa
  2. Í sjálfsafgreiðslutölvum
    í vöruafgreiðslunni 
  3. Með því að tengjast
    Samskipum beint í gegnum tölvukerfi fyrirtækisins

Með því að bóka á þjónustuvefnum sleppur þú við að fylla út vörufylgibréf með
hverri sendingu. Þú bókar einfaldlega á netinu, prentar út strikamerki og mætir
svo með vörurnar til okkar. Þessi leið eykur skilvirkni við móttöku vöru,
minnkar líkur á mistökum í ferlinu þegar milliliðum fækkar og tryggir rétta
vörumeðhöndlun.

Jafnframt dregur úr pappírsnotkun sem minnkar kostnað ásamt
því að við verðum umhverfisvænni.

Nánari
upplýsingar um tölvutengingar og aðgang að þjónustuvef veita veitir
þjónustudeild innanlandsflutninga hjá Samskipum, innanlands@samskip.com eða í síma 458 8160.