Samkeppniseftirlitið aflar gagna í höfuðstöðvum Samskipa

Starfsmenn Samkeppniseftirlitsins mættu í morgun í
höfuðstöðvar Samskipa í Reykjavík og lögðu fram heimild til húsleitar.
Starfsfólk Samskipa vinnur nú að því að afla umbeðinna gagna í fullu samráði
við starfsmenn eftirlitsins.

Starfsmenn Samkeppniseftirlitsins mættu í morgun í höfuðstöðvar Samskipa í Reykjavík og lögðu fram heimild til húsleitar. Starfsfólk Samskipa vinnur nú að því að afla umbeðinna gagna í fullu samráði við starfsmenn eftirlitsins.

Ekki liggur fyrir hversu langan tíma aðgerðin mun taka, en stjórnendur og starfsfólk Samskipa leggja áherslu á gott samstarf við Samkeppniseftirlitið.