Samskip bakhjarlar tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður

Samskip eru bakhjarlar tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, sem haldin verður á Ísafirði í tólfta sinn um páskana.

Eins og undanfarin ár er enginn aðgangseyrir að hátíðinni og því um einstakan viðburð að ræða.  Allt tónlistarfólkið sem kemur fram gefur vinnu sína og fjölmargir sjálfboðaliðar leggja hönd á plóg.  Stuðningur fyrirtækja gerir einnig kleift að sleppa því að rukka aðgangseyri. Allt þetta gerir hátíðina að því sem hún er.

Nú verður sú breyting á dagskrá hátíðarinnar að hún dreifist meira um bæinn og er mun fjölbreyttari en áður. Stórtónleikarnir sjálfir verða á laugardeginum en þó má segja að hátíðin byrji á fimmtudegi og sé því orðin að þriggja daga hátíð.

Færri hljómsveitir komast að en vilja en listinn yfir þátttakendur þetta árið er glæsilegur sem fyrr:

 • Júníus Meyvant
 • Gudrid Hansdottir
 • Himbrimi
 • Valdimar Guðmundsson
 • Sigurvegarar Músiktilrauna 2015
 • Hemúllinn
 • Emmsé Gauti
 • Mugison
 • Rythmatik
 • Prins Póló
 • Valgeir Guðjónsson
 • Amabadama
 • Pink street boys
 • Boogie trouble

Á myndunum má sjá Gísla Þór Arnarson, framkvæmdastjóra innanlandssviðs Samskipa undirrita samstarfssamninginn á baki fallega smiðsins, Péturs Magnússonar og einnig hljómsveitina Himbrima sem spilaði nokkur lög að undirritun lokinni.

Skoða Aldrei Fór Ég Suður á facebook

Fara á vef hátíðarinnar