Samskip hljóta virt alþjóðleg verðlaun

Samskip hafa hlotið hin virtu „Containerisation Award“ fyrir árið 2015 sem besta flutningafyrirtæki ársins (e: Regional Carrier of the year).

Verðlaunaafhendingin fór fram á Jumeriah Carlton Tower hótelinu í London á dögunum.

Samkvæmt Richard Beales forstöðumanni hjá Samskipum í Hollandi þá eru verðlaunin til marks um gott gengi fyrirtækisins í Evrópu og nýsköpun á sviði umhverfisvænna flutninga. „Samskip starfa náið með viðskiptavinum í tengslum við Bláu leiðina, verkefni sem Samskip hófu og snýst um að nýta fjölbreytta flutningsmáta til að lágmarka mengun“ segir Beales.

Hugmyndin að baki Bláu leiðarinnar er að nýta flutningapramma á ám og síkjum í Evrópu ásamt lestum á meginlandinu til gámaflutninga og draga þar með úr mengandi umferð þunglestaðra flutningabíla á vegum.

Samskip hlutu umhverfisverðlaun bresku flutningasamtakanna BIFA (British International Freight Association) fyrir Bláu leiðina í janúar á þessu ári.