Samstarfssamningur mili Samskipa og Stjörnunnar

Samskip og Stjarnan hafa gert með sér samstarfssamning til þriggja ára. 

 

„Stjarnan leggur metnað sinn í að halda úti öflugu starfi í öllum flokkum drengja og stúlkna í knattspyrnu. Deildin er ein af fjölmennustu knattspyrnudeildum landsins.  Í starfi Stjörnunnar tekur þátt fjöldi sjálfboðaliða sem vinnur félaginu, iðkendum og bæjarfélaginu í heild ómetanlegt gagn á sviði forvarna og uppeldis ungra Garðbæinga við holla og uppbyggjandi íþróttaiðkun. Um leið er lögð áhersla á öflugt starf í meistaraflokkum félagsins og stefna deildarinnar er að eiga á hverjum tíma á að skipa öflugu keppnisliði, bæði í karla og kvennaflokki í knattspyrnu. Svona stuðningur er okkur ómetanlegursegir Sæmundur Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar. 

„Við hjá Samskipum höfum fullan hug á styðja við starf félagsins með það að markmiði að samstarfið verði skemmtilegt og farsælt“ segir Birkir Hólm Guðnason forstjóri Samskipa.