Samskip styrkja Sjávarútvegsráðsstefnuna

Samskip eru einn af aðalstyrktaraðilum Sjávarútvegsráðstefnunnar sem haldin á Grand Hótel 20. og 21. nóvember. Rúmlega 40 erindi verða flutt á ráðstefnunni í 10 málsstofum en tilgangur hennar er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um sjávarútveg á Íslandi. 

Ráðstefnunni, sem nú er haldin í fimmta skipti, er einnig ætlað að skapa samskiptavettvang fyrir þá sem koma að sjávarútvegi á Íslandi, hvort þeir starfa við veiðar, eldi, frumvinnslu, framhaldsvinnslu, sölu og markaðssetningu, þjónustu og rannsóknir. Ráðstefnan er einnig ætluð opinberum aðilum, kennurum, nemendur, fjölmiðlafólki og öðrum sem  áhuga hafa á málefnum sjávarútvegsins.